þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Götusölumaðurinn Erlendur

Mér fannst ég nú ansi heppin að vera í ÞogG í kvöld. Það bankaði upp á hjá okkur maður sem að rétti mér póstkort. Á því stóð að hann vildi bjóða mér upp á handverk. Ég sagði honum bara að ég keypti ekki neitt. Hann vildi samt koma inn og sýna mér. Ég sagði honum aftur að ég myndi ekki kaupa neitt en hann vildi samt sýna mér vörur sýnar. Hann fór fúll en ég kvaddi hann glöð í bragði !!!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega standið þið ykkur vel! Ég hef verið með ykkur, heyrði af þessu á Rás1. Þið eigið mikið hrós skilið!:)
Kv, Bjarki Tryggvason
26 ára nemi

Rúna Björg sagði...

Takk fyrir það, Bjarki!

Já Margrét, sumum finnst ansi erfitt að skilja það við kaupum ekki neitt!, líka þeim sem þekkja okkur vel - ekki satt?

Rúna Björg sagði...

Það væri líka gaman að hitta ykkur, sem ekki vinnið ekki hér í Laugarnesskóla við tækifæri!

Nafnlaus sagði...

Sælt veri fólkið!
ég er hér ein á landsbyggðinni sem fylgist grannt með þessu átaki ykkar. Ég hef nefnileg ógurlega gaman af að fara í búðir og skoða en mér finnst jafn gaman að fullvissa mig um að ég þurfi ekki þessa hluti sem ég sé. Og ég verð andskoti stolt þegar ég geng út án allra innkaupa. Því ég hef tekið eftir að um leið og maður hefur keypt eitthvað þá hrinur sá hlutur í verði um allt að 50%, ef maður þær þó það fyrir hann ef maðr mundi selja hann aftur. Svo líður manni kannski vel í svona hálf tíma með þessi nýju innkaup en ekki lengur - svo verður lífið bara eins og það sem skiptir máli eru börnin manns og vinir. Semsagt hugsa áður en maður kaupir.
Kærar þakkir fyrir þetta átak og ég læt frá mér heyra.
Halla

Rúna Björg sagði...

Já, ég er sko langt frá því hætt að fara í búðir en kaupi auðvitað ekki það sem ég ekki þarf. Það er svo góð tilfinning að stjórna neyslunni sjálf en láta ekki markaðsöflin stjóra mér!
Já og forgangsröðum upp á nýtt, að sjálfsögðu eiga þeir sem eru okkur kærir alltaf að vera í fyrsta sæti!

Það verður gaman að heyra meira frá þér, Halla!

Rúna Björg

Gunna sagði...

Gaman að heyra frá þér Halla. Ég þekki þessa tilfinningu vel að vera ekkert endilega ánægð þegar heim er komið með nýjan hlut. Því hef ég stundum reynt að hugsa með mér hvort ég þurfi eitthvað á þessu að halda, hvort ég sé að kaupa bara til að kaupa, hvers vegna ég ætti að kaupa hlutinn. Og það sem er stundum verst af öllu þegar maður hefur keypt eitthvað án þess að vera endilega ánægð með það!

Gunna