fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Útsölurnar
Þessa dagana hamast verslunareigendur við að lækka verðið á útsölunum til að reyna að kreista frá okkur aurana. . . Í gær var ég nærri búin að missa mig. Ég fékk semsagt SMS frá versluninni ZIK ZAK þar sem mér var sagt að verðið hefði hreinlega hrapað niður úr öllu valdi, flíkurnar komnar niður í 500 kall ! Mín fyrstu viðbrögð voru þau að ég ætti nú bara að kíkja þar við á leið heim úr vinnunni - en svo áttaði ég mig og minnti mig á að mig vantaði í rauninni ekki svo ofboðslega mikið að fá mér nýja flík. Svo kom hún "Pollíanna" á öxlina á mér og hvíslaði því líka að mér að það væru hvort eð er bara vetraföt á þessum útsölum og vorið kemur bráðum . . .
Í dag líður mér miklu betur og dettur ekki í hug að fara á útsölu.
Gunna

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ótrúlega stolt af þér. Eyðslupúkinn kíkti í heimsókn til mín þegar ég var að versla í matinn um daginn og ég fattaði ekki að hann hafði blindað mig fyrr en ég kom heim. Þá rak ég augun í háralit og er nú í mestu vandræðum með það hvort ég eigi að geyma það að lita á mér hárið þangað til Góan er liðin eða hvernig ég geti tekið tilbaka þessi mistök. Hefur einhver hugmynd? Kveðja Linda pinda pæ

Helen Sím. sagði...

Batnandi mönnum er best að lifa. Litaðu á þér hárið Linda með litnum sem þú keyptir.
Gott hjá þér Gunna. Ég fór í Hagkaup, búð sem fær mig einhvern veginn oft til að kaupa einhvern óþarfa og mér fannst frábært að ganga framhjá öllum fatastöndunum sem heilluðu alla 500 kr. 1000 kr. 1500 kr. 70 - 90 % afsláttur. Áður hefði ég örugglega keypt eitthvað fyrir mig eða strákana en það var algjört frelsi að ganga þarna um og kaupa bara matinn sem ég þurfti og ekkert annað.
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Þetta kalla ég hörku!!! Þið eruð bara snilld. Ég væri veinandi ef ég þyrfti að ganga framhjá góðri útsölu.
En að betur athuguðu máli, þá hef ég ekki farið í búð lengi. Hvernig skyldi standa á því? Þið eruð þó ekki að smita mig? Það var ekki meiningin að taka við smiti frá ykkur. Eitthvað skrítið við þetta.
Gangi ykkur áfram vel, ég ætla ekki að vera í þessu, held ég..?
Kveðja, Bryndís Helenarsystir.

Rúna Björg sagði...

Tja, ætli það séu ekki ansi margir sem halda að þeir séu ekki með í þessu, en eru það nú eiginlega, Bryndís? Það er alla vega gaman að fá svona hvatningu frá þér!

Já, já, Linda, litaða bara á þér hárið! Við þurfum nú ekki að lifa algjöru meinlætalífi. Ég leyfi mér ýmislegt og gera meira af því sem mér finnst skemmtilegt þó það kosti peninga. En ég kaupi einfaldlega ekki nýja hluti ef ég kemst hjá því. Verð líklega að kaupa bremsuklossa fljótlega. Það væri dáldið hallærislegt að kaupa þá notaða! En ég lofa að athuga hvort ég get endurnýtt þá gömlu.

Gunna sagði...

Elsku Rúna ekki kaupa notaða bremsuklossa. Sumt bara verður maður að kaupa NÝTT. LAttu vita ef þú finnur leið til að endurnýta gömlu klossana. Ha, ha. .
Gunna

Helen Sím. sagði...

Rúna, þú spyrð bara á síðunni "recycle this". Það koma eflaust góðar hugmyndir eins þegar einhver spurði um hugmyndir til að endurnýta reykskynjara.

Rúna Björg sagði...

Já, ég geri það Helen, Verð að fletta upp í orðabók áður!