föstudagur, febrúar 16, 2007

Leikföng úr "drasli"

Það gengur enn vel, þegar maður fer ekkert í búðir þá er þetta ekkert mál. Ég ætlaði að klippa tré í gær en fann ekki klippur. Var viss um að þær væru á sumarheimilinu. Nú ég hefði sennilega hlaupið út í Byko til að kaupa annað par ef ekki væri fyrir ÞoG !

En það sem að mig langar svo mikið til að deila með ykkur er að ég datt niður á frábæra gjafalausn fyrir 4 ára systurson minn. Ég hafði hugsað mér að sauma handa honum orm úr gömlum sokkum og nota kannski gömul föt í innvolsið. Ég á mjög stóran poka heima af ósamstæðum sokkum og hafði séð á flickr tuskudýr úr gömlum fötum. Nema hvað að í morgun í kennslu þá bara datt ég niður á þetta skopparakringludæmi. Ég fékk hjá smiði fyrir nokkuð löngu síðan, litlar skífur sem eru boraðar úr spónaplötum. Þið sjáið þetta ef að þið smellið á myndina. Hún skýrir allt. Nú ég hendi ekki litlum trélitastubbum heldur geymi þá til að nota í listsköpun. Þeim stakk ég í gatið og voila, þarna var komin hin fínasta skopparakringla. Við lituðum þær svo með neocolor litum svo að þær yrðu meira spennandi.
Krakkarnir sem eru í 4. bekk voru yfir sig hrifin og lágu á gólfinu í skopparakeppni.´
Nú þarf ég að betla fleiri skífur hjá hinum og þessum smiðum til að fleiri nemendur geti fengið að gera kringlur. Þessu er bara hent.
Fleiri myndir af verkefninu má sjá með því að smella hér.


5 ummæli:

Rúna Björg sagði...

Snilld, Margrét!
Mig dreymir um hillur með körfum til að safna og flokka svona afganga í skólanum hjá okkur. Þar er risastór geymsla bak við list- og verkgreinastofurnar og þar mæti útbúa svona "draslarasafn". Ef við gönum vel frá og flokkum afgangana og ætti þetta ekki að vera drasl heldur efnisgymsla.
Ég veit nú ekki hvort svona efnisgeymsla er vel séð, en næst á dagskrá hjá mér er að útbúa svona safn í geymslunni minni hér heima sem ég fæ aftur á næstunni.

Helen Sím. sagði...

já það er sko hægt að búa ýmislegt til úr því sem aðrir kalla "drasl".

Ég er alltaf að reyna að finna leiðir til að nota bæklinga sem manni berast úr þykkum glanspappír t.d. icelandair bæklingurinn síðasti. (ég á alltaf eftir að fá mér miða um engan fjölpóst). Svo ef þið hafið hugmyndir eru þær vel þegnar.
kv. Helen

Helen Sím. sagði...

Var að skoða síðuna Recycle this og þar er góð hugmynd um hvernig nota má notuð kort, afmæliskort, jólakort og tækifæriskort. Búa til litlar gjafaöskjur úr þeim.
Ég fékk einu sinni litla öskju að gjöf hún var búin til úr metrómiðum frá París - mjög flott.

Nafnlaus sagði...

Já, ég nota ansi oft falleg glanstímarit í umslög. Fallegar landslagasmyndir, uppskritarsíður eða annað. Brýt blaðsíðurnar saman eftir kúnstarinnar reglum og set svo hvítan límmiða farman á fyrir heimilisfangið. Þetta hefur vakið eftirtekt. Stundum hef ég líka búið til mikið af þessu umslögum og sett í falleg ca 20 stk búnt og notað sem tækifærisgajafir.
Kveðja Halla úti á landi

Rúna Björg sagði...

Góð hugmynd, Halla! Þetta þarf ég að prófa.
kv. Rúna Bj