föstudagur, febrúar 02, 2007

Sjalfsþurftarbúskapur?

Jæja, ætli líði ekki að því að ég fari að stunda sjálfsþurftarbúskap, eins og Steinunn systir stakk upp á þegar ég sagði henni frá þessu framtaki okkar.

Nú erum við líka hvött til að sniðganga vöru frá aðilum sem hafa hækkað vöruverð, enda styttist í lækkun á vaski á matvöru o.fl.
Hópur "venjulegs fjölskyldufólks" heldur úti heimasíðu um málið á slóðinni nogkomid.blog.is
Í kynningu þeirra segir m.a.: "Við erum venjulegt fjölskyldufólk sem fengið hefur nóg og höfum hafið herferð til að mótmæla hækkunum birgja og verslana á matvörum.
Við hvetjum fólk til að sniðganga vörur og verslanir sem ætla sér að grípa tækifærið og græða meira á okkar kostnað og éta upp lækkanir ríkistjórnarinnar."

Lista yfir aðila sem hafa hækkað vöruverð er að finna á heimasíðu neytendasamtakanna, línkurinn þeirra er í vistvæna safninu okkar. Þessi listi er uppfærður reglulega.

Annars ætla ég að bregða mér í bæinn á morgun. Ætla að skoða nokkrar verslanir sem selja notaða vöru. Mér finnst auðvitað enn jafn gaman að kíkja í bæinn þó ég kaupi enga nýja hluti - fæ mér kannski nýlagað te!

Rúna Björg

2 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Já, bara að maður gæti nú hætt að kaupa þennan mat sem er verið að okra á okkur.
Sjálfsþurftarbúskapur er að sjálfsögðu kostur en ætli það gangi í nútíma þjóðfélagi í bókstaflegri merkingu. Það er hægt að gera það að einhverju leyti.

Mig vantar ramma utan um ljósmyndir sem ég er að fara að hengja upp. Mig langar í svona gamla svarta eða gyllta. Ef þið vitið um einhvern stað þar sem ég get keypt þá notaða eða vitið um einhvern sem vill losna við þá er ég til í að taka á móti þeim.
Kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Góði hirðirinn er með notað og ódýrt
kv.
RLP