sunnudagur, febrúar 04, 2007

Afmælisgjöfin

Í dag fór ég með 7 (að verða 8) ára frænku minni í leikhús. Við Bergur sóttum hana og vorum með kort (sem við bjuggum auðvitað til) sem hún þurfti að lita á til að fá að vita hvað við værum að fara að gera.
Við gáfum henni sem sagt ferð með okkur í leikhús. Sú stutta var alsæl og ánægð með leikritið og ferðina. Á heimleiðinni sagði hún að þetta væri besta afmælisgjöfin sín. Svo þið sjáið, hún var ánægð. Ég var næstum því búin að kaupa leikskrá eða plakat handa blessuðu barninu líka (leikararnir voru nefnilega að árita eftir leikritið). En ég náði að stoppa mig af áður. Þannig að ef einhver á leikskrána af sýningu Ronju ræningjadóttur og veit ekki hvað hann á að gera við hana þá get ég tekið við henni og gefið frænkunni (þetta var nefnilega fyrsta leikhúsferðin hennar).

Mér heyrist á mörgum að kaupa enga hluti sé svo sem ekki mikið mál en það sé verra með gjafirnar. Þið hafið eflaust einhverjar sögur. Leyfið okkur að heyra
kv. Helen Sím.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég las um einhver 'kaupaekkert' samtök úti í hinum stóra, framan á Morgunblaðinu fyrr á þessu ári. Fékk ég þá hugmynd að setja upp einhvers konar síðu, en lét aldrei verða af því. Ég styð ykkur því bara heils hugar og kaupi ekkert nýtt fyrr en 19. mars + tvær vikur í minnsta lagi... eflaust bara út árið og rúmlega það.
Annars bendi ég hér á áhugaverða markmiðasetningu á heimasíðu Framtíðarlandsins:
http://framtidarlandid.is/umhverfissattm-linn-10-markmid-4
en hún er unnin af þessari slóð:
http://www.pacte-ecologique-2007.org/nicolas-hulot/pdf/Ecological-Pact.pdf

Varðandi gjafir, þá ætti fólk auðvitað bara að gefa eitthvað sem það sjálft hannar eða skrifar, já eða bara gerir með afmælisbarninu.

Ef það gengur brösulega bendi ég ykkur bara á að fara í ljóðabókaverslun Nýhils, Klapparstíg 25. Þó að bækurnar séu nýjar, þá get ég lofað ykkur að þær ýta ekki undir frekari framleiðslu - þið forðið þeim bara frá því að verða að úrgangi eða endurnýttum pappa. Svo eru sumar þeirra framleiddar úr endurunnum dagblöðum, sem gefa þeim skemmtilegt útlit. Auk þess sem þar er auðvitað útsala:) http://www.nyhil.blogspot.com/
Gekk ég nokkuð of langt þarna, í markaðsplöggi og nýjabrumsspillingu? Vona ekki.

Nafnlaus sagði...

Pabbi og mamma áttu 45 ára brúðkaupsafmæli um daginn (safír) og ég fór strax að hugsa um það hvað ég gæti nú gefið þeim. reyndar var ekki mín fyrsta hugsun sú hvað ég gæti keypt heldur hvað ég gæti gert fyrir þau sem myndi gleðja þau. eftir nokkrar vangaveltur og heilabrot var það úr í samráði við unglingana á heimilinu að samverustund með afa og ömmu væri sennilega það besta sem við gætum gefið þeim. Þar sem allir eru svo uppteknir í dag að gæðastundir eru orðnar sjaldgæft fyrirbæri. Fína Safírbrúðkaupsafmælið endað því sem sagt á að bjóða þeim í mat heim til okkar og svo skruppum við öll saman í bíó að sjá myndina "Litle miss sunshine" sem var aldeilis frábær og alveg í anda stundarinnar sem allir voru hæstaánægðir með. Það er alltaf hægt að finna einhverjar leiðir til að gefa, við virkjum bara betur sköpunarkraftinn með því að hugsa þetta svona.

Rúna Björg sagði...

Það er einmitt málið - virkjum betur sköpunarkraftinn!
Líður okkur ekki mun betur að brjóta heilann um það hvernig gleðja megi afmælisbarnið heldur en að ráfa örvæntingafullur um hverja búðina á fætur annarri í leit að einhverju sem afmælisbarnið á ekki og gæti hugsanlega langað í?

Helen Sím. sagði...

Já mér líst vel á að nota hugmyndaflugið, skrifa eitthvað fallegt eða velja vel valið ljóð eftir aðra. En við komum ekki til með að kaupa neinar nýjar bækur í bráð. Eigum við ekki einmitt öll einhverjar ljóðabækur? Það mátti reyna Gísli!
Við höfum nýhil í huga þegar og ef við kaupum einhvern tímann eitthvað aftur.

Nafnlaus sagði...

Ég heyrði sagt frá þorranum og góunni í þættinum Samfélagið í nærmynd í dag. Þá datt mér í hug þessi vefsíða sem fjallar um hvernig hægt væri minnka bruðl Vesturlanda, en reyndar á ég eftir að lesa þetta frá orðið til orðs :
http://frontpage.simnet.is/romanza/greinar/balbina/kjarnedli.htm

Nafnlaus sagði...

"Enda er nú svo mikill auður á Íslandi að þarf að farga honum, bílaumboð í borginni fargaði á síðasta ári 4-5 ára gömlum notuðum bílum sem ekki fékkst nógu hátt verð fyrir, frekar en selja þá ódýrt."
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1034030

systa sagði...

Vá !!!!
að farga 4-5 ára gömlum bílum frekar en að selja þá ódýrt. ég hef ekki heyrt það fáranlegra lengi...hvert er þetta þjóðfélag eiginlega að fara???

Gunna sagði...

Þetta með bílana er alveg fáránlegt. Það minnir mig á bændur í Frakklandi sem sturta frekar niður heilu vörubílshlassi af tómötum en að lækka verðið. Ég varð vitni að því einu sinni og trúði ekki mínum eigin augum.
Annars var ég að fá frábæra hugmynd að afmælisgjöf handa vinkonu minni sem á afmæli í mars. Ég ætla að gefa henni námskeið í tálgun (að hætti LÍS). Ef hún les þetta hér og áttar sig á að ég á við hana vona ég að hún kveiki á perunni! Ha, ha . .
Kv. Gunna

Nafnlaus sagði...

invited chenail suspected disturbing dept barra counterpart terrible dalamal akimochkin izkbzosv
lolikneri havaqatsu