föstudagur, febrúar 09, 2007

Fréttir af rifna kjólnum

Viðgerð á kjólnum er nú lokið. Eftir allnokkrar vangaveltur og ótrúlega skemmtilegar tillögur frá ykkur félögunum og fleirum, komst ég loks að niðurstöðu um hvernig ég ætti að laga kjólinn minn. Viðgeðarefnið kostaði rúmar 100 krónur (130-140 kr minnir mig) og nokkrar stundir við bróderí. Hann skartar nú dásamlegum pallíettuborða meðfram klaufinni, upp og niður. Það er hreinlega bara eins og að eiga nýjan kjól.
Og hvað hef ég nú lært af þessu? Hvorki meira né minna en Pallíettubróderí en það hafði ég semsagt ekki lært áður.
Nú get ég því sungið eins og Helena Eyjólfsdóttir forðum :

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott,
það má finna útúr öllu ánægjuvott . . .
Kv. Gunna

10 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Svona á að gera þetta Gunna.
Mundu að þú sparaðir ekki bara pening. Þú sparaðir umhverfið líka. Það kostar orku að framleiða kjól, það kostar orku að flytja kjólinn milli landa, það tekur kjólinn tíma að eyðast í náttúrunni.
Hlakka til að sjá þig í "nýja" kjólnum á árshátíð okkar.
kv. Helen

Margrétarblogg sagði...

Þetta er hrein og bein snilld hjá ykkur, kollegar !!!
Í mínum skóla hefur þema vetrarins hjá hópi okkar, verið drasllosun. Algerlega óskipulagt en þetta er mikið rætt hjá okkur.
Í dag rakst ég svo á bloggið ykkar og ég þarf að halda mér fast til að sækja ekki um STRAX að fá að vera með seinni mánuðinn. Ég var að kaupa afmælisgjöf handa manninum og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert hefði ég verið í þorraoggóu !!

Ég ætla að hugsa mig um til morguns og sjá svo til.
Gangi ykkkur vel !
Margrét Einarsdóttir Long

Helen Sím. sagði...

Margrét
Vona að draslið ykkar fái nýtt líf í nýjum húsum t.d. með því að gefa allt sem hægt er að gefa, föt, húsgögn og fleira.
Þú hefðir vel getað gefið bóndanum gæðastund með þér, út að borða eða óvissuferð sem hefði endað með nuddi. Það er ýmislegt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
kv. Helen

Rúna Björg sagði...

Gott að vita af því að einhver okkar kann pallíettusaum, Gunna! Njóttu þín í fína kjólnum á ballinu um helgina.

Þar er alla vega þess virði að vera meðvitaður um neysluna, Margrét!

Margrétarblogg sagði...

Já, ein sem kennir með mér fór að losa drasl með systematískum hætti.
Í kjölfarið hefur hún keypt miklu minna en áður....

Rúna Björg sagði...

Ef þið viljið losa ykkur við hluti er sniðugt að bjóða öðrum þá t.d. á freecycle vefnum. Þar er hægt að auglýsa hluti og auglýsa eftir hlutum.
Það er til freecycle hópur í Reykjavík og slóðin er hér á listanum okkar yfir vistvænar slóðir.

Gunna sagði...

Gaman að sjá nýtt fólk bætast í hópinn. Velkomin Margrét. Það virðist tilfellið að margir séu með á hliðarlínunni án þess að beinlínis skrá sig. Það hlýtur að vera markmið að breiða út fagnaðarerindið- slökum á í hlutaveikinni. (Ætli það sé til eitthvað við henni).
KV
Gunna

Nafnlaus sagði...

Ég reif buxurnar mínar um daginn þegar ég beygði mig niður. Og á vesta stað. Týpískt að þetta gerist fyrir buxur úr Zöru eða Verð að máta (Vero Moda)
En það kemur ekki til greina að ég setji pallíettusaum þar.

Það myndi líta ansi illa út þar.
Ég kann ekki að sauma, þannig að ef ég kem með bót á rassinum í næstu viku....lokið augunum.

Góð hugmynd Guðrún;o)
kv.
RLP

Helen Sím. sagði...

Ragnheiður, þú gætir nú kannski komið nýrri tísku af stað með því að setja pallíettuborða í rassaskoruna á buxunum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Já, það er spurning.
Þetta gæti verið nýasta tískan í sveitaferðum, þegar maður verður að bregða sér frá og nennir ekki að klæða sig úr buxunum.
Kannski spurning að setja vatnshelt efni þarna?
RLP