fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Heklum töskur úr plastpokum

Í morgunkaffinu í fyrramálið bjóðum við upp á örnámskeið í töskugerð úr plastpokum í anda Ingu á Bjarkargötunni sem Systa sagði okkur frá hér á síðunni 6. febrúar.
Staður og stund: Á kaffistofunni okkar kl. 10:35
Efni og áhöld: Komið með grófa helkunál, nr. 5 eða 6, einn plastpoka og skæri. Auka heklunálar og skæri verða á staðnum - enda getum við ekki farið út í búð að kaupa nýjar nálar og skæri!!

Það er svo sem ekki víst að við fáum afgreiðslu í verslunum á næstu dögum. Ég fór í eina af mínum uppáhalds búðum, Pipar og salt, í vikunni. Þar fékk ég góðar móttökur eins og venjulega, nema hvað tekið var á móti mér með undrun: "Þú hér? Ég hélt þú mættir ekki lengur fara í búðir!"

Rúna Björg

2 ummæli:

Margrétarblogg sagði...

Ekki gleyma að taka myndir svo þið getið sýnt okkur hinum !!!!
Þetta er einmitt eitthvað sem ég þarf að prófa. Góða skemmtun.
Ég get bætt því við að mínir kauplausu dagar hafa gengið algerlega átakanlaust fyrir sig !!!

Rúna Björg sagði...

Þú ættir að kíkja upp í skóla til okkar við tæifæri, Margrét. Getur þú ekki skoppið í kaffi eða hádegismat á næsta starfsdegi hjá ykkur?
Nú sitjum við við og heklum töskur í kaffitímunum. Annars finnst mér þetta dálítið erfitt, en þetta kemur mjög vel út bæði hjá Helen og Gunnu. Ég verð að muna að taka myndir af þeim eftir helgi.