fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Það vottast hér með að ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað lengi á þessa síðu er ekki sú að ég hafi legið í felum í eyðslusukki og kaupfíkn að undanförnu...ég hef bara ekki komist inn á bloggið fyrr en nú.
Undanfarinn mánuð hef ég aftur á móti af og til verið gripin óstjórnlegu kvíðakasti. Ástæðan er að mér hefur reynst þetta kaupbann óeðlilega auðvelt miðað við það sem vænta mátti...svona svo tekið sé mið af mér og minni fyrri hegðun í búðum.
Þessvegna hefur af og til skotið upp í kollinum á mér þeirri hugsun, hvort hugsast gæti að ég væri að versla í einhverskonar óráði og meðvitundarleysis ástandi, án þess að hafa hugmynd um það sjálf.
En það er ekki að sjá að það hafi bæst við draslið í annars yfirfullri íbúðinni og því er aðeins sá möguleiki eftir að þetta verslunarbindindi sé bara mun auðveldara en mig hefði áður órað fyrir.
Í dag leysti ég að mínu mati gjafamál á snildarhátt sem ég vil gjarnan deila með ykkur...
Vinkona mín var að flytja inn í nýtt húsnæði og við slík tækifæri ber manni að koma færandi hendi. Ég fór í Góða hirðinn, keypti glæsilega basstkörfu (fyrir heilar 200 kr.), hafði vöruskipti við móður mína á heimagerðu sultunni hennar og heimagerða kryddleginum mínum, settu berjasultuna og kryddlög í körfuna, keypti þrjá osta í Bónus sem líka fóru ofan í körfuna ásamt glóðvolgu heimabökuðu brauði og ilmkerti sem ég gróf innan úr skáp hjá mér. Síðan slaufa utan um alltsaman...og þetta gerði þessa líka stormandi lukku... ;o)
Mikið skelfing líður bæði mér og peningaveskinu mínu vel eftir daginn... ;o)
Kv. Dammý.

2 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Flott gjöf Dagmar. Ég mundi líka vera í skýjunum yfir svona gjöf, þarna ertu að gefa meira af sjálfri þér en með því að hlaupa út í blómabúð og kaupa kertastjaka eða vasa sem er í tísku.
Ekki gleyma að þú sparaðir líka umhverfið!
kv. Helen

Rúna Björg sagði...

Úff, Dagmar gott að þú ert komin aftur með aðganga að síðunni. Ég hafði nefnilega þessar sömu áhyggjur af þér, hrædd um að þú værir kolfallin og jafnvel farin að plana viðbyggingu fyrir nýju vörurnar.
Já, við ættum að gera meira af því að hafa vöuskipti.