sunnudagur, febrúar 11, 2007

Gamlar gardínur fá nýtt hlutverk

Steinunni systir og Ara vantaði gardínur fyrir kjallaragluggana í nýja húsinu sínu.
Mamma tíndi fram hvern pokann á fætur öðrum úr geymslunni hjá sér og viti menn, okkur tókst að sauma nýjar gardínur fyrir kjallaragluggana þrjá úr 7 gömlum gardínum sem hafa beðið eftir nýju hlutverki í tæp 20 ár.
Segið svo að átakið okkar hafi ekki áhrif - eða erum við systur svona vel uppaldar?
Ég á kannski ekki langt að sækja þá áráttu að geyma ólíklegustu hluti, sannfærð um að ég geti notað þá einn góðan veðurdag.
Það er að minnsta kosti óþarfi að henda því sem er heilt.

Rúna Björg

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært! Já ég líka dugleg að safna en maður verður samt að vera svolítið skipulagður til að vita hvar hlutirnir eru þegar á að fara að nota þá. Alla vega er gott þegar fólk getur notað það sem er til fyrir.
kv. Helen

Gunna sagði...

Jú Rúna þið systur eruð örugglega vel uppaldar. Þetta er reyndar eitt af því sem er að hverfa í dag - NÝTNI var það kallað þegar ég var að alast upp. Mér var líka kennt að henda ekki því sem heilt er. Þess vegna er nú svona mikið í mínum hirslum. Svo hef ég nú stundum rekið mig á það að stuttu eftir að ég hef "hent" einhverju þá bráðvantar mig það. Við sjáum oft á krökkum í dag hvað það virðist skipta litlu máli hvernig farið er með hlutina því við kaupum bara nýtt ef eitthvað bilar. Þegar ég var krakki datt mér ekki í hug að ganga niður hælkappann á skónum mínum því þá urðu þeir ónýtir og aldeilis bið á því að ég fengi nýja. Mér var líka kennt að þeir sem eyðilegðu hlutina sína ættu það ekki skilið að eignast nýja hluti). Svo átti maður að reima skóna sína vel á fæturna til að þeir aflöguðust ekki, þ.e.a.s. skórnir. Ég held reyndar að það sé líka ein ástæðan fyrir því að ég hef tiltölulega beina fætur í dag. Ég ætti kannski að þakka henni mömmu minni fyrir það :)
Kv.
Gunna

Margrétarblogg sagði...

Ég sendi ykkur tölvupóst , hef ekki fengið svar .....
mbk

Harpa sagði...

Halló kæru vinir :)
Var að lesa um ykkur á mbl.is. Þetta er alveg frábært framtak hjá ykkur og ég mun taka þátt í þessu með ykkur hér í Salzburg (óformlega þó), ég á nefnilega allt :)
Áfram Laugarnesskóli !!!
Bestu kveðjur frá Salzburg
Harpan

Nafnlaus sagði...

Gardínur geta greinilega komið að góðum notum og með réttum handtökum frábrugðið sinni upprunalegu mynd.
Man eftir því fyrir nokkrum árum að þá saumaði dóttir mín sinn fyrsta kjól uppúr gömlum velúrgardínum, aðeins 11 ára gömul og lukkaðist kjóllinn alveg frábærlega vel.
Svo enn og aftur er gott að hvetja fólk til að finna gömlum hlutum ný og betri hlutverk eða endurnýja gömul kynni með smá andlitslyftingu.
Kveðja Systa

Helen Sím. sagði...

Margrét
Skrifaðu okkur aftur á thorrioggoa@yahoo.com, fann ekkert frá þér í póstinum.
kv. Helen Sím.

Rúna Björg sagði...

Gaman að fá svona fínar kveðjur frá ykkur gömlu, góðu "Laugnesingum"!
Það er um að gera að vera með - líka í Salzburg!

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá ykkur!
Ég á sem sagt von á því að gömlu gardínurnar verði rifnar niður í skjóli næturs í Laugarnesskóla og búnir til skólamannabúningar.

Vinsamlegast veljið þá smekklegan lit og ekki mjög þykkar.

En ég var að spá. Ef ég geymi rimlagardínur úr tré og tek þær síðan upp eftir 30 ár.

Ég get ekki saumað úr þeim en ég get búið til lífshættuleg spjót handa barnabörnunum. Þá er ég búin að endurvinna.
KV RLP