sunnudagur, maí 13, 2007

Vistakstur

Það er ekki leiðinlegt að hjóla í vinnuna, enda ekki löng leið.
Annars hef ég farið ýmsar aðrar ferðir á bílnum þessar tvær vikur, fór niður í bæ á bílnum um helgina. Það er eiginlega meira vesen en að hjóla, ég er örugglega fljótari að hjóla en að keyra. Kökurnar sem ég flutti á bílnum fóru líka út um allt svo það hefði kannski farið betur um þær á hjólinu.

Loksins fann ég upplýsingar um vistakstur á netinu. Þrælsniðugt - ég legg til að við tileinkum okkur vistakstur og smátak næstu viku verði vistvænt samgöngusmátaki.

Markmið mín eru þessi:
1. Hjóla allar styttri ferðir (vegalengdin fer eftir skapinu hverju sinni - bannað að keyra innan hverfis, en hjóla a.m.k. einu sinni milli sveitafélaga eða í úthverfin).
2. Tek strætó þegar hann fer nokkurn vegin beina leið á áfangastað.
3. Tek aðra með mér eða verð samferða öðrum þegar ég þarf að keyra á milli staða.
4. Les mig til um vistakstur og fer eftir þeim ráðum.

Á heimasíðu vistverndar er ágæt lesning um vistvænni samgöngur. http://www.landvernd.is/vistvernd/flokkar.asp?flokkur=1261

Eruð þið ekki til?

Rúna Björg

Nú er ég í vondum málum ... vantar kúst og skrúbb

Nú er það svart! Ég þarf að kaupa kúst og skrúbb fyrir húsfélagið. Mér finnst ómögulegt að falla á kaupleysinu af því það vantar kúst og skrúbb í þvottahúsið. Ætli það séu ekki til 27 kústar og skrúbbar í blokkinni sem hægt er að taka með niður í þvottahús þegar á þarf að halda.

Ég er sem sagt í æsispennandi leit að notuðum kústi og skrúbbi fyrir húsfélagið. Er nú þegar með kúst í sigtinu, á hann vantar að vísu skaft.

Rúna Björg

fimmtudagur, maí 03, 2007

Ég er bænheit ...

Mér finnst ég vera bænheit. Að minnsta kosti gekk það vel eftir að hafa beðið um gott veður í dag þegar ég ætlaði að byrja að ganga. Minn fyrsti dagur og gekk 4,6 km. Er svo að fara í göngu með vinahópi í kvöld. Útgengin fer ég líklega í rúmið í kvöld.
Kv
Gunna

þriðjudagur, maí 01, 2007

Hjólað í vinnuna

Á morgun er fyrsti dagurinn í verkefninu hjólað í vinnuna. Ég er búin að mæla vegalengdina mína og hún er 3 km. Það eru 6 km á dag.
Á meðan mánaðarkort í líkamsrækt kostar sennilega 4-5000 kostar ekkert að ganga. Dálítið galið ekki satt! Reimum nú skóna eða tökum fram hjólahjálminn, ekki hjólum við án hans.
Af stað svo.
Kv
Gunna