fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Björt framtið?

Bekkurinn minn (10-11 ára krakkar) hélt óundirbúinn málfund í vikunni. Spurt var: “Eigum við að flokka sorp?” Í Laugarnesskóla hafa krakkarnir flokkað sorp, þ.e. lífrænan úrgang, fernur og pappír, í nokkur ár, en að öðru leyti var þetta algjörlega óundirbúið verkefni.
Miðað við skoðanir krakkanna og þekkingu á þessum málaflokki ættum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðinni. Þeir komu fjölbreytt rök fyrir því að flokkar sorp og draga þannig úr mengun, fátækt í heiminum, auka jöfnuð í heiminum, auka vellíðan o.s.frv.
Við ættum að taka okkur æskuna oftar til fyrirmyndar. Í það minnsta ættum við að leyfa krökkunum að segja sína skoðun og gefa þeim tækifæri til að lifa eftir henni!

Rúna Björg

3 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Já það er gott að heyra að yngsta kynslóð þessarar þjóðar hefur þekkingu á þessum málaflokki og er tilbúið að fara vel með jörðina. Spurningin er bara erum við fullorðna fólkið líka tilbúið til þess og erum við að gera nóg þannig að þetta unga fólk og börn þeirra og barnabörn fái að lifa hér góðu lífi. Það erum við sem förum illa með auðlindir jarðar vegna stundaránægju.
kv. Helen

Helen Sím. sagði...

æji ég ætlaði ekki að hljóma svona svartsýn. Tökum bara höndum saman og lögum ástandið!
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Sæl öll!
Frábært framtak. Var að rekast á síðuna ykkar og gaman að fá að fylgjast með umhverfisvernd í verki.
Gangi ykkur vel!
Svandís Svavarsdóttir