þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Vakin og sofin yfir átakinu

Já, ég get ekki sagt annað en að þetta átak okkar er farið að hafa veruleg áhrif á mig.
Mig dreymdi nefnilega í nótt að ég var stödd í leikfangaverslun með allri fjölskyldunni og mér leið hálf undarlega. Ég verslaði þó ekkert í búðinni en þegar ég kom út sá ég að fylgst var með mér. Enginn annar en Þorgeir Ástvaldsson og einhver annar útvarpsmaður (voru með útsendingu) voru úti í glugga á móti versluninni að fylgjast með mér.
Ég veit svei mér ekki hvernig ég á að túlka drauminn, kannski er ég hrædd um að falla eða vera gómuð við að versla. Hvað haldið þið?
kv. Helen

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna.
Þetta mundi ég túlka sem eftirköst athyglinnar í síðustu viku :)
Tveir fjölmiðlar með myndatöku og allt á sama degi, úff.
Eins gott að halda sig heima í ró og næði, örugg frá slúðrinu hjá Séð og heyrt og öllum hinum.
Ég hef fulla trú á þér í þessu átaki, stoð okkar og stytta.
Kveðja
Dagný

Nafnlaus sagði...

Er þetta komið á heilann á þér systir góð?! Þetta hljómar eins og martröð.
Eða kannske þetta heiti að leggja sig alla fram, vera heils hugar í verkefninu, vakin og sofin.
Var ekki einu sinni sagt að allt væri best í hófi?
Kveðja, Bryndís

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þessa síðu!
Ég er ekki búin að taka skrefið til fulls, en ég er að reyna. Einn dag í síðustu viku keypti ég, eins og það væri mitt síðasta kaupfyllerí.Síðan þá hef ég bara farið þar sem er verið með notað dót, og lítið keypt. Ég er semsagt að læra af ykkur og reyna að vera eins vistvæn og ég get, en ég finn fyrir mörgum hindrunum, ekki bara í sjálfri mér. Skemmtilegur draumirnn hjá Helen.
kaupfíkill.

Nafnlaus sagði...

Það er mjög algengt að menn sem hætta að drekka dreymi að þeir séu á húrrandi fylleríi eða að þeir séu að fara að drekka en vakna rétt áður en það brestur á. Trúlega er eitthvað svoleiðis að gerast hjá þér eða að þú sért á hnefanum og komin á brjálað "þurrkaupafyllerí." Þú fórst náttúrulega í þetta án þess að trappa þig niður, alkarnir fá allavega librium til að byrja með. Einu sinni keypti ég pillur fyrir systur mína þegar við vorum stödd út í Skotlandi. Það rann að sjálfsögðu á hana kolbrjálað kaupæði og í kjölfarið rann á mig ölæði og ég keypti þessar pillur er nefndust "shopperstopper" og gaf henni. Þær drógu úr mestu einkennunum og hún verslaði ekkert meðan hún svaf. Hún er fallin í dag og býr rétt við Limalindina.
En þú þarft trúlega að tala við einhvern Freudista til að fá botn í hvað Þorgeir blessaður var að gera þarna. En ég held að honum hafi brugðið þarna fyrir af því að þú ert á leið í vetrarfrí, hann söng jú "Ég fer í fríið, ég fer í fríið …"

Kveðja, Leifur

Helen Sím. sagði...

Góður Leifur.
Já, "shopperstopper" væri góð lausn fyrir meginþorra landsmanna sem eru búnir að vera að versla síðan í nóvember á síðasta ári.
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Frægðin er farin að stíga þér til höfuðs. Pottþétt.
Þú þarft að fara að endurskoða líf þitt og komast aftur niður á jörðina.
Þetta er alvarlegt mál Helen. Magni höndlaði ekki frægðina. Þú getur kannski fengið ráðleggingar frá honum;o)
kv
RLP

Dammý sagði...

...eftir að hafa lesið þetta hér að ofan er deginum ljósara að skemmtilegasta fólk "ever" er allt saman komið á einum og sama vinnustaðnum...nefninlega Laugarnesskóla :o) ...hér fara menn og konur á kostum !!!