þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Takk fyrir að leyfa mér að vera með !

Þá er maður nú búinn að taka skrefið til fulls og hér kemur fyrsta innleggið frá mér.
Ég verð að játa það að um leið og ég uppgötvaði þorrann og góuna að þá dreif ég mig í að panta jarðgerðarkassa til nota innandyra. Þeir koma frá Svíra og mér líst mjög vel á þá. Ég bjó áður í sveit og þá var lítið mál að losa sig við matarafganga en nú hef ég sett þá í ruslið með hinu síðan í haust og ég er alveg búin að fá nóg af því. Þegar maður einu sinni er búinn að venja sig á það að endurvinna matinn þá er hitt alveg ómögulegt.

Varðandi innkaupabindindið þá eru tvö afmæli framundan. Sá sem verður 4 ára er nú ánægður með hvað sem er þannig að ekki verður mikill vandi að leysa það. Hins vegar er eitt fertugsafmæli líka í mars. Það sem að ég ætla að leggja til við afmælisbarnið er að ég megi gefa henni heimatilbúna gjöf og svo þegar ég verð fertug geti hún gefið mér eitthvað heimatilbúið líka. Við gætum líka farið saman í leikhús með þeirri þriðju sem fertug verður á árinu.

Takk fyrir takk
Margrét

2 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Sniðugir þessir kassar til að hafa innandyra. Ég bý í blokk í miðri Reykjavík og nú er komin lausn fyrir mig. Ætli sé hægt að fá hann notaðan? ha ha ha ha. Líklega bíð ég með að kaupa en í framtíðinni er þetta mögulegt.
kv. Helen

Rúna Björg sagði...

Velkomin í hópinn, Margrét! Það er ég sannfærð um að afmælisbörnin verða ánægð, hvað sem þér dettur í hug að gera með þeim eða handa þeim.