miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Góði hirðirinn

Í gær kom ég við í Góða hirðinum og þar var margt um manninn. Ég hef nú komið þangað áður en í gær fór ég með allt öðru hugafari. Áður hef ég rétt svo litið þarna í gegn en ekki skoðað almennilega.
Það er hægt að fá ótrúlegustu hluti þarna. Þrjú sjónvörp voru til sölu á milli þrjú og fimm þúsund krónur, ísskápar, eldavélar, sófar, borð, stólar í massavís, hnífapör, kökuform og fleira og fleira. Fann samt enga ramma eins og mig vantar en maður verður að vera reglulega þarna því mér sýnist hlutirnir renna út eins og heitar lummur. Það er samt örugglega mjög lítill hluti sem endar í Góða hirðinum, það er svo margt sem fólk hendir í heimilissorpið.
Mig vantaði nú bara ramma en fékk smá fiðring um að kaupa bara eitthvað en lét það ekki eftir mér.
Kv. Helen

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var líka í Góða hirðinum í dag,ótrulega skemmtileg búð, það kemur víst alltaf sama fólkið þegar það er opnað kl.12 og selur svo dótið í Kolaportinu. Enda eru hlutir mikið ódýrari í Hirðinum,en ég er fastagestur í Koló.
En það sem ég er að kvarta yfir er hvað mér finnst óhagstætt að vera vistvænn hér á Íslandi. Ég er allavega vistvæn að því leyti að ég er ekki á bíl. En þegar maður er ekki á bíl er óþægilegt að komast á gámastöðvar, og ekki fær maður ókeypis ruslatunnur fyrir dagblöð og annað sem maður vill helst ekki setja í sorpið.Þess-vegna segi ég að það er lúxus að vera vistvænn á Íslandi, og mér finnst þessi hópur ætti að reyna að þrýsta á þessi mál,eða kannski Neytendasamtökin, ég veit ekki.
Hvað segið þið um þetta?

Saumakona - eða þannig sagði...

Púff! Ég kem reglulega í Góða Hirðinn í leit að sniðugum og skemmtilegum munum; síðast en ekki síst til að sinna ástríðu minni: DÚKKUM. Fékk í dag tvær æðislegar smádúkkur frá Kúbu á samtals 100 kr.!
Langar til að benda á að ef þið viljið komast órdýrt í bíó þá er Kvikmyndasafn Íslands http://kvikmyndasafn.is með sýningar í Bæjarbíói í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum og laugardagseftirmiðdögum á 500.- kr.; æðislegar myndir sem sjást ekki í "venjulegu" bíó. Einnig er Kínófíll http://kinofill.blogspot.com með ÓKEYPIS bíó á sunnudagskvöldum í Stúdentakjallaranum á sunnudagskvöldum.

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg sammála að borgin mætti bjóða upp á meiri og betri þjónustu fyrir þá sem vilja skila flokkuðu sorpi. Gámarnir fyrir blöð og fernur þurfa að vera víðar um bæinn.
Við megum samt ekki gleyma því að við borgum fyrir allar ruslatunnur, líka þær sem borgin tæmir, heitir þessu fína orði "sorphirðugjald".

kv. Helen

Rúna Björg sagði...

Ég mæli með tunnunni frá Gámaþjóðnustunni. Í hana má henda dagblöðum og svo öðru í lokuðum plastpokum, t.d. mjólkurfernum, niðursuðudósum, o.s.frv.
Þegar svona tunna er komin á heimilið minnkar annað heimilisorp og þá er ekkert mál að fá sér græna tunnu hjá borginni sem er tæmd aðra hverja viku og fyrir það er borgað lægra sorphirðugjald.

Ég hvet fólk til að skrifa á þessa síðu undir nafni!

Rúna Björg sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.