þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Þorrinn búinn og góan eftir

Jæja, þá er þorrinn búinn og bara góan eftir.
Það fer kannski að reyna meira á núna. Eða hvað haldið þið?
kv. Helen Sím.

8 ummæli:

Vignir Ljósálfur sagði...

Það eru skiptar skoðanir um það hversu erfitt þetta hefur verið. Sumum finnst þetta ekkert mál á meðan öðrum finnst þetta mikið mál (og auðvitað allt þar á milli). Ég tilheyri síðari hópnum og þá kem ég að spurningunni hvort það reyni meira á þegar góan er eftir. Ég held að þetta verði svipað hvað mig varðar. Það eru ákveðnir "nýjir hlutir" eins og t.d. bækur sem bíða eftir að ég kaupi þær! En... þetta er lærdómsríkt.

Nafnlaus sagði...

Ég elska þetta átak, hef fullt af afsökunum fyrir því að ganga um eins og lufsa, mjakast áfram á kolryðguðu hjóli og síðast en ekki síst ástæðu fyrir ísskáp sem er tómari en egg eftir að það hefur verið sogið allt innan úr því. Ég ákvað að taka þetta átak almennilega og gæti ekki verið stoltari af sjálfri mér og ykkur hinum líka sem enn þraukið. Við byrjuðum 13 og setjum markið á að klára 13 plús eitthvað einstaklingar. Bannað að gefast upp fyrir neyslupúkanum sem bíður eftir því að krækja klónum í úttúttnaðar buddurnar okkar, látum hann ekki komast upp með það. Við lengi lifum, heyr, heyr!!!!!!!
Kveðja Linda pinda pæ.

Margrétarblogg sagði...

Ég hef færri daga að baki en Laugarneskennarar, en ég verð að segja að þetta hefur verið mjög auðvelt. Ég hef lítið farið í búðir, það bera að taka það fram. Hins vegar hlýt ég að eiga allt sem að ég þarf, það er sú ályktun sem að ég dreg af þessari stuttu reynslu.
Núna veit ég líka að ég bý ekki til afmælisgjafir ofl vegna þess að ég "þarf þess ekki". Maður fer bara út í búð og kaupir !
Núna þarf ég að gera þetta og hef gaman af því.

Nafnlaus sagði...

Hef verið í þessu átaki frá áramótum og þetta hefur bara verið gaman - enda sjálfgefið þar sem Visa varð minn óvinur eftir jól og áramót. :) En maður finnur að núna fer að reyna dálítið á þetta. Gangi okkur öllum vel!

Rúna Björg sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Rúna Björg sagði...

Viggi, ég skal gleðja þig með því að ég er fann fyrir smá pirringi síðustu daga!
Það voru einmitt ákveðnir "nýjir hlutir" sem mig langaði aðeins of mikið í. Geisladiskar, skór (kaupi þá samt yfirleitt ekki fyrr en ég geng niður úr þeim gömlu), svo ég skil eiginlega ekki hvað er að koma yfir mig.
Linda, ég hugsa þetta allt öðruvísi en þú og hef meiri áhyggjur af því að fólk haldi að ég líti út eins og lufsa af því að ég kaupi ekkert.
En ég held ég lifi þetta af. Ég ætlað að taka til í geymslunni í vetrarfríinu og skipuleggja safnarahornið mitt í henni. Svo ætla ég að njóta þess að fara á vetrarhátíð; eldorgelið á morgun, safnanótt á föstudagskvöldið. Það var alla vega vel lukkað í fyrra og ekki verra að hitta skemmtilegt fólk í svona bæjarferð!
Gaman að heyra að fleiri eru með og hafa jafnvel verið með frá áramótum. Væri gaman að vita hverjir það eru og ég hvet fólk til að skrifa á síðuna undir nafni.
En góða skemmtun áfram!

Gunna sagði...

AH, mér líður eins og ég hafi fengið röddina aftur. Það er einhvernvegin merkilegt með mig og tölvur - eins og það eigi ekkert of vel saman . . . nú tókst mér hins vegar að komast inn aftur, heima og á eigin spýtur.
Mér finnst alveg frábært að sjá nýtt fólk komið í hópinn. Margrét það er gaman að sjá það sem þú ert að fást við og skemmtilegt að lesa skrifin þín.
Kveðja
Gunna

Helen Sím. sagði...

Vignir besta lækningin við að geta ekki keypt bækur er að nota bókasöfnin.
Þú getur ímyndar þér að þú sért að versla bækurnar og borgar með plasti. Það góða við þetta plast er að þú þarft bara að borga einhverjar 1200 kr. á ári sama hvað þú tekur margar bækur heim.
Jú jú þú þarft auðvitað að skila bókunum að mánuði liðnum. En hugsaðu þér, eftir þann tíma værir þú hvort sem er búinn að henda þeim (bókunum sem þú hefðir annars keypt) upp í hillu heima hjá þér og gleyma þeim þar til þú rækist á þær fyrir tilviljun og hugsað "ha já alveg rétt ég átti þessa bók".
Annað að á bókasöfnum eru til ótrúlega mikið af skemmtilegum bókum sem þú sérð jafnvel ekki í bókabúðum.
kv. Helen