Bláleita buddan er úr einum plastpoka og verður lítil snyrtitaska eða pennaveski eða eitthvað slíkt. Eins og þið sjáið er ég ekki búin en mig langaði að sýna ykkur myndirnar núna. Græna sólgleraugnahulstrið er úr einum Blómavalspoka og tók mig tvö kvöld að hekla.
Kveðja Helen
6 ummæli:
Þetta er frábær byrjun. Núna verð ég bara að fara að prófa sjálf. Hvað eru ræmurnar breiðar sem að þú heklar úr ?
Ræmurnar eru um fingurbreidd. Ef pokarnir eru þykkir finnst mér betra að hafa um ræmurnar baugfingursbreiða en þumalfingursbreiða ef pokarnir eru þunnir eins og bónuspokar. Byrjaðu bara með því að klippa smá af pokanum og þú finnur það fljótt. Heklunálin sem ég notaði var gróf, man ekki númerið.
Gangi þér vel.
kv. Helen
Þetta er gott framtak að nýta plastpokana svona.
Hjá mér safnast ekki fyrir plastpokar, þegar ég kaupi minna, þó er ég ekki alveg búin að taka skrefið til fulls, en ég er að reyna.........
Kveðja,
tvíburinn
Helen, hvenær viltu kennar mér að hekla? Ég bara kann það ekki. Og mér finnst þetta svakalega flott hjá þér, algjörar tækifærisgjafir.
Kveðja Linda.
Þessar töskur eru hrein snilld.
kv.
RLP
Skrifa ummæli