mánudagur, janúar 22, 2007

Það var ekki mikið mál að halda sig frá verslunum um þessa helgi. I sveitinni eru blessunarlega engar búðir, bara fjallasýn og fegurðin eins og best verður á kosið. Svona þegar maður fer á fætur eftir þorrablótið. Eftir helgina blasir þó við eitt vandamál; sparikjóllinn minn er semsagt rifinn! Hvað er þá til ráða þegar ballvertíðin er rétt að hefjast og búið að strengja þess heit að ekki skuli farið í búðir? Má sauma sér nýjan? Má kaupa sér efni? Hvað með fólk sem hefur þörf fyrir að skapa?
Fyrir viku síðan hugsaði ég með mér að ég gæti alveg staðist 2 mánuði búðalausa þar sem ég hefði nóg af bókum og nóg af garni og handavinnu til að halda mér gangandi. Í mínu tilfelli er handavinna eins og sálfræðingur eða geðlæknir - til að koma kyrrð á sálina, að slaka á. Hvernig sný ég mér nú?
Guðrún

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á þessum árshátíða og Þorrablóts tímum flokkast sparikjóll í mínum huga með sokkabuxum (sjá umræður annarstaðar á þessar síðu)...sem sagt sem nauðsynjavara, einkum og sér í lagi ef það á nú ekki að kaupa rándýra erlenda hönnun, heldur sauma hann sjálf...
Ekki spurning í mínum huga...farðu og kauptu efnið...ég veit ekki betur en þær hafi nú heldur betur verið taldar hagsýnar og útsjónasamar húsmæðurnar í gamladaga, sem saumuðu á sig og fjölskylduna.
Reyndar væri auðvitað allra best ef það væri upp úr gömlu... ;o)

kv. :o)

Nafnlaus sagði...

Gætiru ekki borið þig aumlega við manninn um að GEFA þér nýjan kjól eða gefa þér efni í nýjan kjól.
Þá ert þú ekki að kaupa neitt og ekki að brjóta neinar reglur.

Hvernig þú ferð að:
1. Berðu þig mjög aumlega.
2. Farðu í þvílíka tötra (þú getur örugglega fengið búninga lánaða frá LNSK)
3. Viti menn: Hann á eftir að stökkva út í búð.

kv.
Ragnheiður

Nafnlaus sagði...

Ég fylgist með af áfergju! Þetta finnst mér góð hugmynd. En ég gæti þetta aldrei sjálf. Ekki lengur. Hér áður hefði þetta verið auðvelt, átti aldrei aur og fór því aldrei í aðrar búðir en matvöruverslanir og keypti þar mjög sparlega. Þið eigið allan minn stuðning og hrós.
Mér líst þó ekki alls kostar á þróunina hjá ykkur ef þið ætlið að færa öll heimsins rök fyrir því að mega kaupa þetta og hitt í skjóli þessa og hins.
Dagmar, auðvitað gerir þú við kjólinn!!! Setur blúndu yfir gatið eða hvað eina. Og að manipulera með karlinn er afleitt.
En hvað er ég að tauta, með hlutasýkina.
Með baráttukveðjum, Bryndís Helenusystir

Nafnlaus sagði...

Jæja Guðrún, ertu búin að redda kjólnum?

Færðu nýjan (frá kallinum)?
Ferðu í búningageymslu LNSK?
Lagarðu þennan?
Færðu annan lánaðan?

Hefurðu fengið fleiri ráð?

kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Kjóllinn er enn "bilaður" og ég brýt heilann. Mig langar til að laga hann en er ekki sama hvernig það er gert. Leyfi ykkur að fylgjast með og kem jafnvel með hann einhvern daginn til að sýna ykkur hann.
Gunna

Nafnlaus sagði...

hvað með að fá lánað hjá vinkonu þinni...

eða fara í eitthvað annað,
varla er þetta það eina í skápunum þó að það sé uppáhalds...