föstudagur, janúar 26, 2007

Maurar, Marx og ristað brauð!

Við erum eins og sandkornin í Jöklu, eins og dropinn sem holar steininn, eins og ryð á járni.
Við erum maurar. Maurar sem gæða sér á brauðfótum kapítalismans. Óristað og án smjörs.
Ég legg til að allir í átakinu fái sér Marx og Engels í hönd sér til ánægju og yndisauka. Það er ekkert betra en að hafa Marx í annarri og súran hrútspung í hinni. Held ég eigi tvö eintök af bók eftir Marx heima, kem með eina á mánudaginn í kennarabókasafnið. OM!

Kennarar Laugarnesskóla, sameinist!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kann ekki að búa til nýja umræðu svo ég skelli þessu bara hér:
Ég er í klípu því ég reyni að hanga heima til að versla örugglega ekki neinn óþarfa (vanalega ratar alltaf eitthvað af peningum í óþarfa ef ég fer inn í búðir). Hangsið heima leiddi til til þess að ég fór að brjóta niður flísar og kroppa af eldgamalt veggfóður eða ja við skulum bara segja framkvæmdagleði á háu stigi. Svo nú spyr ég, hvar getur maður fengið málningu gefins eða lánaða? Eða hafið þið einhver önnur ráð því ég veit ekki hvort ég þrauki með eldhúsið svona ógeðslegt í næstum því 2 mánuði.
Kveðja Linda pinda pæ

Nafnlaus sagði...

Legg til að þesar ljóðlínur verði í lógói samtakanna. Vel ort, Leifur!
Ólöf stóra systir mín las Marx og Engels fyrir mig í "gamla daga". Hún kannast ekkert við það í dag, en ég kem mér út á bókasafn um helgina, enda verk að vinna.

Linda, þú getur skráð þið á www.freecycle.org og athugað hvort einhver vilji gefa þér málningu sem liggur undir skemmdum. Málning nefnilega geymist ekki endalaust!

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir ráðið, kannski ég tékki á þessu með útrunnu málninguna :) og Múrbúðina í neyð. Og alltaf gott að vita að það eru fleiri klikkaðar kerlingar þarna úti, you go girl!

Kveðja Linda pæ

Helen Sím. sagði...

Sammála Rúnu að orð Leifs þurfi að vera með lógóinu. Mjög gott.

Linda - þú átt bara að fara í heimsóknir ef þér leiðist. Fara í bíó t.d. með mér og hætta svona vitleysu að rífa niður flísar og veggfóður. Nú svo er alltaf hægt að bjóða vinum og vandamönnum í heimsókn t.d. mér!

Nafnlaus sagði...

Flokkast bíóferðir Þá ekki undir kaup ?

Nafnlaus sagði...

Flokkast bíóferðir Þá ekki undir kaup ?

Nafnlaus sagði...

Bíó flokkast ekki sem hlutur. skv. sáttmálanum á ekki kaupa dvd diskinn eða vhs spóluna en það má fara í bíó. Það má líka fara í leikhús, á kaffihús með vinunum o.s.frv. Það eru ekki hlutir sem þú situr uppi með.
kv. Helen

Rúna Björg sagði...

Auðvitða eru mismunandi ástæður fyrir því að við tökum þátt í þessu átaki. Sumum finnst aðalatriðið að spara.
Mér finnst mestu máli skipta að nota þá hluti sem nú þegar eru til eins vel og hægt er og draga þannig úr eftirspurn nýrra hluta. Þ.e. koma í veg fyrir að heilir og nothæfir hlutir endi á ruslahaugunum og að við lærum aftur að meta það sem við eigum í stað þess að rjúka til og kaupa nýja hluti.

Helen Sím. sagði...

Sammála síðast ræðumanni.