þriðjudagur, janúar 23, 2007

Er þetta ekkert mál?

Jæja, gott fólk. Þetta virðist bara vera lítið mál í hópnum.
Klípurnar virðast fáar sem fólk er að lenda í.
Látið endilega í ykkur heyra!
Segið frá hvað er að gerast, hvernig þið leystuð vandamál sem komu upp þegar þið hefðuð annars keypt hluti.

Ég hef sjálf lent í að hugsa "ohhh af hverju útsala þarna núna og ég í kaupbanni" svo hef ég áttað mig að þó svo ég væri ekki í átakinu ætti ég ekki erindi á þessa útsölu því ég á nóg af því sem verið er að selja.

Ég fór í gegnum fataskápinn hjá mér og ætlaði að losa mig við eitthvað en svo hugsaði ég "best að reyna að nota eitthvað af þessu" og það gerði ég.

Látið í ykkur heyra hvort sem þið eruð með í átakinu eða ekki.

kv. Helen Sím.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei, þetta er ekkert mál. Ég fór í bæjarferð í dag. Sá sófann sem mig langar í og hef leitað að í mörg ár, keypti hann ekki enda var verðmiðinn eiginlega flottari en sófinn sjálfur. Sem sagt nú er tækifærið til að skoða allar rándýru búðirnar og kaupa ekki neitt.

Vignir Ljósálfur sagði...

Jú jú jú.....þetta ER mikið mál!

Bókabúðin á Hlemmi (gegnt mér) er að hætta og þar af leiðandi er útsala hjá þeim. Allt að 80% afsláttur. Nánast gefið!
Ég skoðaði þar í gær...gekk um og virti fyrir mér allt þetta nauðsynlega dót sem hvert heimili þarf að eiga. Ýmislegt föndurefni (t.d. fyrir næstu jól), bækur (t.d. fyrir afmælis-, sumar-, tækifæris- og/eða jólagjafir).
Ég var næstum búinn að spyrja hvort útsölunni lyki nokkuð fyrr en 19. mars þegar góu lýkur.
Í stað þess að freistast, fór ég heim og hringdi í nokkra vini og vandamenn til þess að segja þeim frá útsölunni... svo einhverjir gætu gert góð kaup þó ég gæti það ekki.
Ég ber harm minn í hljóði.

Ljósálfur

Nafnlaus sagði...

Til að leysa þetta vandamál með bækur sem þú hefur ekki lesið en langar kannski að glugga í þá er upplagt að kanna það hvort einhvert okkar eigi þær. Ég er til í að lána þér bækur ef þú vilt og ef ég á þær. Svo er líka sniðugt að fá sér bókasafnskort.

Kveðja Linda