þriðjudagur, janúar 30, 2007

Tólfti dagurinn

Já nú er tólfti dagurinn í átakinu að renna upp. Nokkrir hafa komið að máli við mig og talað um að þó svo þeir séu ekki í átakinu eru þeir orðnir mjög meðvitaðir um það sem þeir kaupa og hugsa sig tvisvar um.
Ein sagði mér að baðvigtin á heimilinu hefði brotnað og það hvarflaði að henni að fara strax og kaupa nýja en... hún ákvað að hún þyrfti ekki á baðvigt að halda fer bara á vogina á líkamsræktarstöðinni. Við höfum augljóslega áhrif á fólk.
Nú er frétt um okkur komin á vef vistverndar í verki http://landvernd.is/vistvernd/ og Bryndís starfsmaður vistverndar ætlar að bætast í okkar hóp og kaupa ekkert þorrann og góuna. Við bjóðum Bryndísi velkomna í hópinn.
Kv. Helen

4 ummæli:

Gunna sagði...

Gaman að heyra hvað þetta er smitandi. Vertu velkomin í hópinn Bryndís.
Á kennarastofunni var í dag umræða um það að margir eru farnir að feta slóðina með okkur án þess þó að hafa skráð sig til leiks. Þá fannst sumum að hugsunin hefði líka áhrif á matarinnkaupin þó svo að það hafi ekki endilega verið meiningin. Allavega: hugsum áður en við kaupum!
Kv Gunna

Nafnlaus sagði...

Talandi um matarinnkaupin. Ég einsetti mér að klára það sem er í frystinum á þessum tveimur mánuðum (þetta er lítið frystihólf en pakkað). Með því að venja mig á að nota það reglulega þá nýti ég vonandi betur það sem í frystinum er og minna fer til spillis. Og þetta minnkar matarinnkaupin :) Kveðja Linda pinda pæ

Rúna Björg sagði...

Einmitt Linda, það leynist ýmislegt í frystinum, rétt að nota það!

Já, hugsum áður en við kaupum! Við bruðlum allt of mikið með umbúðir. Ég keypti lítið oststykki í bakaríi um daginn. Það var lagt á veglegan frauðplastbakka (stöðluð stærð?) og svo pakkað inn í plast. Til hvers?
Ég þótti mjög skrítin þegar ég afþakkaði frauðplastbakkann og ostbitinn var því frekar ræfilslegur á bakkanum þegar ég tók hann upp heima. Þetta ættum við að hafa í huga í matarinnkaupum, ekki satt? Í Lúx, t.d., er nú m.a.s. hægt að koma með sínar eigin mjólkurflöskur til áfyllingar í súpermarkaðinn.

Helen Sím. sagði...

Þessar plast umbúðir utan um matvælin eru ótrúleg. Ég keypti "dverga" blómkál og broccolí saman í pakka um daginn og það var þessi fína plastskál undir. Við borgum auðvitað fyrir þessar umbúðir - við skulum ekki gleyma því!