fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ónýtir sokkar??

Í hádeginu á morgun bjóðum við þeim fjölmörgu sem hafa áhyggjur af sokkum og sokkabuxunum sínum upp á örnámskeið í að stoppa í sokka.
Staður og stund: Á kennarastofunni okkar kl. 12:30.
Efni og áhöld: Komið með götótta sokka eða sokkabuxur. Nálar og garn verður á staðnum.

Rúna Björg

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt framtak hjá þér Rúna. Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef hent mörgum sokkur með pínu gati bara vegna þess að ég kann ekki að stoppa í.
Mæti með sokka og sokkabuxur drengnum.
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Dásamlegt! Verst að geta ekki verið með, en ég elska að stoppa í sokka og veiða upp lykkjurnar í lykkjuföllunum. Unglingsstúlka sýndi mér um daginn uppáhalds vettlinginn sinn sem hafði orðið fyrir slysi og var gráti nær yfir að þurfa að henda honum. Ég bauð henni að stoppa í hann og þáði hún það eftir að hafa spurt í þaula hvað það væri. Hún hafði aldrei séð þetta eða heyrt. Eftir aðgerðina skoðaði hún þetta eins og kraftaverk hefði gerst. Í algerri forundran.
Meira af þessu, ég fylgist með ykkur, kveðja, Bryndís Helenarsystir

Vignir Ljósálfur sagði...

Ég er sammála...þetta er gott og þarft framtak og í anda átaksins.
En...ég á ekki einn sokk með gati...búinn að henda þeim öllum!
En ég á gamalt götótt teppi sem amma mín átti og ég held mikið upp á en ég held það sé of mikið mál að koma með það í skólann.
Svo ég fylgist bara vel með þegar nálarnar verða mundaðar.

P.S. Engar freistingar í dag! Hjúkket!

Helen Sím. sagði...

Nú kann ég að stoppa í sokka!
Júhúhú

Héðan í frá mun öll fjölskyldan ganga í stagbættum sokkum (stagbæta: bæta mjög mikið, bæta hvað eftir annað, stagbætt föt: ísl. orðabók)