laugardagur, janúar 20, 2007

Kaupa hamingju?

Góðan daginn,

Þá er það kauplaus dagur nr. 2. Það er ótrúlegt hvað ég hugsa mikið um að kaupa ekkert. Ég hefði sennilega ekki hugsað um að kaupa nokkurn hlut ef við værum ekki í verslunarátaki. Ég keypti ávexti og ber í gær og er að sjóða sultu svo ég eignist nú eitthvað nýtt í dag!

Hvað um það, ég var að skoða vefsíðuna vistvernd í verki og fann frétt sem sýnir að við eigum eftir að verða mun hamingjusamari eftir þessa tvo mánuði.

Rúna Björg

P.S. Ég læt fréttina fylgja með í umræðum:

3 ummæli:

Þorri og Góa sagði...

Kaupa hamingju?
31. janúar 2005 - Vistvernd í verki
image
”Þarftu að velja á milli þess að kaupa nýja peysu eða tvo miða á tónleika? Kauptu miðana, segir ný rannsókn á því hvort neyslumynstur okkar getur getur gert okkur hamingjusamari.

Allt frá tímum Aristótelesar hafa heimspekingar haldið því fram að reynsla uppfylli þarfir okkar betur en efnisleg gæði. Til að prófa þessa tilgátu gerðu tveir sálfræðiprófessorar rannsókn á efnislegri neyslu eins og fata og skartgripakaupum og upplifinum eins og sumarfríi og tónleikum. Gerð var símakönnun í Bandaríkjunum og kom í ljós að fólk var miklu líklegra til að svara því til að kaup á upplifunum hafi gert þau hamingjusöm fremur en efnisleg vara.

Í ljós kom að konur voru hamingjusamari með upplifanir sínar en menn. Fólk í betri efnum og með meiri menntun var sérstaklega jákvætt fyrir að eyða í upplifanir – kannski vegna þess að eftir því sem laun folks eru lægri, því líklegra er að hvaða kaup sem eru bæti lífsgæðin. En þrátt fyrir allt var ekki nokkur hópur sem sagðist vera hamingjusamari með efnislegu kaupin.
Ólíkt eignum, verða upplifanir betri með tímanum. ,,Við endurskilgreinum þær og endurbyggjum þær um leið og við endursegjum og þær halda áfram að vera hlugi af því sem við erum.” Segir Van Boven, professor í Colorado háskóla. Skoðaðu fréttina á www.psychologytoday.com

Hamingja er það sem flest okkar leita að og það er ekki verra að það sem eykur hamingju okkar hér og nú er einnig það sem stuðlar að bættri framtíð barnanna okkar og komandi kynslóða. Með því að nota peningana í upplifanir fremur en hluti skilum við jörðinni af okkur í betra ásigkomulagi.”
www.landvernd.is/vistvernd

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr. Við eigum eftir að svífa um á bleikum eða bláum... nei grænum skýjum eftir þetta tímabil.
ha ha ha

Nafnlaus sagði...

frabært naut þess i dag að að fara í kringluna og kaupa ekkert fyrir mig þrátt fyrir 60% ASL. VIÐ FÓRUM I STAÐINN ÖLL FJÖLDSKYLDAN Í BÍO OG SÁUM GÓÐA FJÖLDSKYLDUMYND.....MÉR LEIÐ MJÖG VEL OG LÖNGUNIN TIL AÐ KAUPA HVARF MJÖG FLJÓTLEGA OG ÉG VAR ÁNÆGÐ MEÐ MIG Á EFTIR. DÁSAMLEGT...HELD ÞVÍ AFRAM AÐ SVÍFA Í BLEIKUM SKÝUM. KÆR KVEÐJA FRÍÐA