sunnudagur, janúar 21, 2007

Reykjavik Freecycle, skiptimarkaður a netinu

Á heimasíðu Freecycle www.freecycle.org er að finna hópa víða um heim sem hafa það að markmiði að forða nothæfum hlutum frá ruslahaugunum. Með því að skrá þig í yahoo hóp getur þú bóðið öðrum meðlimum hópsins hluti sem þú ert hætt(ur) að nota eða auglýst eftir því sem þig vantar - og allt verður að vera gefins.
Ég skráði mig í Reykjavíkurhópinn í dag. Þar virtist svo sem ekki mikið um að vera einmitt núna, en ég sá þó ýmislegt áhugavert. Auglýst er eftir notuðum frímerkjum, barnaföt eru gefins og mest spennandi: Lager brúðakjólaverslunnar er falur og til sýnis heima hjá eigandanum, ef ég skildi þetta rétt!

Eflaust eru ýmsar ástæður fyrir því að við ákváðum að prófa að kaupa ekkert næstu mánuði, þessi rök úr tölvupósti frá Freecycle eru ágæt: "By using what we already have on this earth, we reduce consumerism, manufacture fewer goods, and lessen the impact on the earth. Another benefit of using Freecycle is that it encourages us to get rid of junk that we no longer need and promote community involvement in the proces."

Þá er best að fara að taka til og sjá hverju ég er til í að sleppa. Eins og þið vitið, sem þekkið mig, er ég snillingur í að henda engu og safna alls konar drasli (eða dóti?). Ég er nefnilega viss um að ég á eftir að nota þetta allt saman, einn góðan veðurdag.

Rúna Björg

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja!
Þetta virðist vera rosalegt mál fyrir suma.
Ég fór í boð í gærkvöldi og hikaði ekki við að kaupa mér sokkabuxur, gjörsamlega nauðsynjavara á mínum bæ. Því í þau fáu skipti sem ég klæði mig upp, þá eru sokkabuxur punkturinn yfir "i"-ið og flokkast undir öryggisvöru, nauðsynjavöru, nærföt eða hvað eina.
Svo er ég búin að hugsa út með afmælisgjafir, körfur og annað slíkt sem hefur safnast upp hjá mér verða endurlífgaðar með einhverjum skreytingum og pakkað inn í pappír sem til ef á heimilinu og skreyttur verður með verkum barnanna (eða gæludýranna ef þau eru á heimilinu).
PS: Vignir, djö... hvað mig langar líka í flatskjáinn maður :)

Vignir Ljósálfur sagði...

Ég er búinn að vera að taka til í dag. Ýmislegt sem kemur upp úr skúffum!
Ætli einhvern langi í TEIKNIBÓLUR? Einhverra hluta vegna þá á ég doltið mikið af þeim. Ég ætti e.t.v. að gera eins og Rúna og skrá mig í Reykjavíkurhópinn hjá www.freecycle.org. Kannski eru einhverjir þar sem þurfa á teiknibólum að halda.
Nú, það hefur svo sem ekki reynt mikið á verslunarbannið um helgina enda hef ég verið mest heima við.

Kveðja frá háhitasvæðinu Hlemmi +
Ljósálfur

Nafnlaus sagði...

Dagný, veistu hvað "fluffurnar" gera! Ef það kemur lykkjufall á aðra skálmina og þá klippa þær hana af uppi við nára. Ef svo illa vill til að skálmin á öðrum sokkabuxum er með lykkjufall, þá klippa þær hana líka af og klæðast svo tveimur klipptum sokkabuxum. Snjallt ekki satt!

Nafnlaus sagði...

Helen!
Þú segir nokkuð! Ef mér hefði nú dottið þetta ráð í hug svona 10 árum fyrr, þá hefði ég sparað mörg þúsund í helv.... sokkabuxurnar.
Þetta prófa ég næst, þegar sokkarbuxurnar rifnar, á nefnilega nokkur garmapör sem bíða dómsdagsins.

Nafnlaus sagði...

Það er nú reyndar eitt sem er skilyrði ef maður nýtir sokkabuxurnar svona og það er að þær eru báðar í sama lit. Annars gengur mér mjög vel í þessu átaki með ykkur(kom inn í gegnum Helen) en spurði sjálfa mig um daginn þegar ég keypti súkkulaði hvort það flokkaðist hugsanlega ekki undir ónauðsynjar. Þetta fær heilasellurnar til að virka og mér finnst þetta svo gaman. Kveðja Linda pinda pæ.

Nafnlaus sagði...

Best er að kaupa alltaf sömu tegund í sama DENI og lit. Þá er ætti þetta ekki að vera vandamál. Linda þú hefur nú verið "fluffa" svo þú hefur kannski reynslu af þessu.
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Freecycle speki tekin af vefnum þeirra freecycle.org:
"When you recycle one glass bottle, you save the amount of energy needed to light a 100 watt bulb for 4 hours. "

Inga Hrund sagði...

Þið vitið líka af íslenska eBay á barnaland.is
Þar er "gefins" dálkur.
http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advtype=6
Þar er reyndar líka fólk að auglýsa eftir því að fá eitthvað gefins. Og ef maður er að gefa eitthvað þá þarf maður að passa að það lendi ekki til braskara sem ætlar að selja það í Kolaportinu.