laugardagur, janúar 20, 2007

Eins og maðurinn sagði...

Eftir daginn í dag get ég auðveldlega gert orð gamals nýskupúka að mínum...
"Góður dagur í dag, ég hreyfði ekki buddu" ;o)
...en mikið er ég sammála þér Rúna, ég er með sparnað á heilanum og hugsa um fátt annað en að ég sé ekki að eyða peningum í óþarfa þessa dagana...ég hef aldrei á ævinni hugsað eins stíft um innkaup af öllu tagi eins og undanfarna tvo sólarhringa...
Kannski það að versla ekki verði jafn mikil þráhyggja og að versla í óhófi ?

Kv. :o

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, maður er með þetta á heilanum, algjörlega.
Ég var mjög fegin þegar ég var að hafa mig til til að fara í þrítugsafmæli frænku minnar að ég átti heilar nælonsokkabuxur og smá make eftir í dollunni. Held samt að make-ið dugi ekki fyrir árshátíðina og þorrablótið. En nú þegar hafa einhverjir boðið sig fram til að gefa mér make sem þeir eiga og nota ekki.
Þetta er erfiðara en ég hélt þó svo að ég er ekki "big spender".
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Hmm, nælonsokkbuxur? Ég var einmitt að ræða þetta við Guðrúnu og Bergljótu fyrir helgi. Eru sokkar og nærföt nauðsynjavörur?? En fann svo svarið á Compacter Blogginu hennar Rachel í San-Franciso. Þau ákváðu að sokkar og nærföt mætti kaupa í hófi og ekki með óþarfa pjatti.
En það er aftur annað mál að ég er viss um að bæði meik, sokkar o.fl. er til í massavís hjá einhverjum sem vill koma því út eins og þú segir, Helen.
Ég á t.d. púðurdós sem eg kem aldrei til með að nota.

Nafnlaus sagði...

Kannski, Dagmar, en þar verður skárri þráhyggja vona ég að kaupa ekkert en í að kaupa í óhófi. Allavega ef okkur tekst að gera eitthvað uppbyggilegt við tímann okkar og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða, ekki satt Fríða?

Nafnlaus sagði...

Já, sumt af því sem maður hefur borgað fyrir endar í tunnunni ónotað eða er orðið of gamalt til að nota. Allir þeir þúsundkallar sem ég hef hent í tunnuna, matvæli o.fl. ekki það að það gerist vikulega en gerist stundum.
Maður hefði vel geta gert eitthvað skemmtilegt fyrir peningana með fjölskyldunni eða vinunum eða leyft öðrum að njóta þeirra eins og gefa í góðgerðarmál, en að henda peningunum í ruslið - beinlínis.
Bergljót var alltaf með gott ráð þegar krakkarnir voru að henda heilum eplum. Hún henti sjálf 50 kr. eða 100 kr. í tunnuna svo þau sæju að matur er líka peningar.

Gott að vita að ég megi kaupa sokkabuxur fyrir næstu árshátíð ef og ef þessar gefa sig.
Ætla að fara sérlega vel með þær.
Læt vita þegar mig vantar make eða púður.

Nafnlaus sagði...

Ég er nú ekki með í þessu átaki en finnst ferlega fyndið að glápa á ykkur í hádeginu í búningum frá LNSK (sorrý einkahúmor);o)

Um helgina keypti ég mér hellings nýtt t.d. juðara, sandpappír, háf, hreinsisett fyrir byssu og eftir að hundurinn stakk af úr garðinum langaði mig til þess að fara á cabelas á netinu og kaupa rafmagnshundaól sem gerir það að verkum að hann fær stuð ef hann fer út úr garðinum.
En ég keypti þetta ekki enda skilaði kvikindið sér til baka.

En hvers vegna að kaupa juðara, sandpappír, háf og hreinsisett?

Ég elti bara karlinn á útsölu í Erlingsen og juðarinn fer á stofuborðið okkar ásamt sandpappírnum en karlinn fær heiðurinn af því.
Muhahahahahhahah!

kv.
Ragnheiður

Nafnlaus sagði...

Jæja Ragnheiður, við vitum hvert við leitum ef okkar vantar juðara eða byssuhreinsisett. Þú athugar að klára sandpappírinn ALVEG áður en þú hendir honum.
kv. Helen og Rúna