sunnudagur, janúar 28, 2007

Gjafir

Í gærmorgun fór ég að skoða nýfæddan frænda. Ég var ekki búin að kaupa neitt áður en átakið hófst og var því í pínu vandræðum, ekki búin að prjóna neitt úr öllu þessu garni sem ég á. Ég náði í kassa fullan af barnaleikföngum sem strákarnir mínir áttu og Kjartan (3 ára) valdi tvo hluti til að gefa þeim nýfædda. Pakkaði þeim inn og var hoppandi glaður í orðsins fyllstu..... Hann var svo ánægður að gefa frænda sínum gamla dótið sitt. Nú höfum við oft farið saman að kaupa alls kyns gjafir en Kjartan hefur aldrei verið eins ánægður og nú að gefa gjöf.
Kv. Helen

9 ummæli:

Vignir Ljósálfur sagði...

Ég segi nú bara: Frábært hjá Kjartani! Ég vil líka bjóða hann velkominn í hópinn. :-) Ekki slæmt að byrja snemma að hugsa um þessi mál.

Kveðja frá háhitasvæðinu Hlemmi +
Ljósálfur

Rúna Björg sagði...

Já, gott hjá ykkur!

Ég mundi eftir því í gær, mér til skelfingar, að Jón Pol frændi í Lúx verður 12 ára í febrúar. Hugsaði mikið um það hvernig ég ætti að snúa mér í þessu, enda "Giedelin" (guðmóðir) hans og til siðs í Lúx hún sé flott á þvi á afmælum og jólum. Sem sagt smá stess að standa sig.

En ég hringdi í Jón Pol í morgun og bað hann um að senda mér tölvupóst um það sem hann langar mest til að gera í sumarfríinu sínu á Íslandi. Aldrei að vita nema það sé hægt að uppfylla þá ósk.

Helen Sím. sagði...

Við ákváðum í morgun að bjóða frænku okkar (ein sem verður 8 ára í byrjun febrúar) í leikhús næsta sunnudag. Þegar við sækjum hana þarf hún að lita kortið sitt til að sjá hver gjöfin er. Eigum svona galdraliti, skrifað með glærum lit og svo þarf að lita yfir til að sjá hvað stendur.
Hún verður örugglega ánægð.
(Ég var löngu búin að segja Bergi að við ætlum að sjá Ronju í leikhúsinu og honum finnst mun skemmtilegra að hafa frænku sína með).
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Haltu þessu við systir. Þetta er hinn rétti gjafaandi. Að gefa eitthvað af sínu eigin dóti og gleðjast yfir því er eitthvað sem hverfur með aldrinum sé því ekki viðhaldið. Hvenær gefum við fullorðna fólkið af draslinu okkar? Litli pjakkur frændi minn er bara með rétta hugarfarið.
Kveðja, Bryndís Helenarsystir

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekkert smá góðar og skemmtilegar hugmyndir.
En eitt langar mig að vita, hver voru viðbrögð foreldranna við gjöfinni hjá litla frænda?
Ég er nefnilega svo viss um að fólk sem ég mun gefa í næsta mánuði, muni taka mjög skringilega í gjöf sem ekki er ný af nálinni.
Eða hvað.....
?

Nafnlaus sagði...

Fráberar hugmyndir. Ég er líka sannfærð um að svona afmælisgjafir skilja miklu frekar eftir sig góðar minningar en margt annað. Mér finnst líka athyglisverð gjöfin hans Kjartans vera dálítið dýrmæt - að gefa af því sem maður á.
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Þessar umræður koma seint inn vegna "tæknilegra mistaka", sem ég var að enda við að laga.

Það sem ég lét ekki fylgja var að ég ætla nú að prjóna eitthvað fallegt á litla snáðann því eins og ég sagði á ég fullt af garni. Foreldrarnir sögðu nú svo sem ekkert við þessu, fannst bara gaman að sjá hvað Kjartan var spenntur yfir þessu.

Já Bryndís ég kem örugglega til með að leyfa Kjartani að gefa af dótinu sínu áfram. Við fullorðna fólkið eigum örugglega fullt af dóti sem aðrir hefðu gaman af t.d. bókum.
kv. Helen Sím.

Rúna Björg sagði...

Ég held sjálf mikið upp hluti sem aðrir hafa tekið niður úr hillu hjá sér og fært mér. Bæði mamma og vinkona hennar hafa gefið mér svona gjafir og yfirleitt fylgir þeim líka saga sem er ekki verra.

Nafnlaus sagði...

gott hjá ykkur verst ef maður hættir að fá gjafir!!!!!!!