fimmtudagur, mars 29, 2007

Mikil notkun plastpoka i heiminum.

Ég bendi ykkur á þessa heimasíðu sem selur vistvæna innkaupapoka. Í dálknum hægra megin má sjá plastpokanotkun jarðarbúa á þessu ári. Talan hækkar á meðan maður horfir á. Tugir þúsunda á sekúndu.
Hrikalegt að horfa á þennan teljara !

http://www.fairpack.org/index.html

8 ummæli:

Helen Sím. sagði...

já vá. Þetta er NÁTTÚRULEGA ekki eðlilegt.

Ég las á textavarpinu að í San Fransisco eru þeir búnir að banna plastpoka í matvöruverslunum og stórum lyfjaverslunum. Gott hjá þeim. Rachel http://sfcompact.blogspot.com/ skrifar um þetta líka.

kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Þörf áminning þetta með talninguna á plastpokum. Plastpokar og sælgætisbréf eru mínir höfuðóvinir á sumrin, vorin og haustin því þá er ég að stússast í garðinum mínum og ruslið fýkur inn í garðinn minn úr nágrenninu. Ég mæli með því að við höfum það eitt vikuátak fljótlega að hreinsa okkar næsta nágrenni og þá er ég að meina aðeins meira en bara okkar eigin garð, kannski sópa stéttina fyrir utan húsin og beð sem eru í eigu borgarinnar í allra næsta nágrenni. Þ.e.a.s. beð sem unglingavinnan nálgast aldrei, trúið mér það er nóg af þeim. Það er ein kona í hverfinu mínu sem heldur garðinum sínum og öllu næsta nágrenni svo snyrtilegu og aðdáun mín á henni er óendanleg og til mikillar eftirbreytni, heyr, heyr :) Kveðja Linda garðormur.

Nafnlaus sagði...

Ég þoli ekki plastpoka, sérstaklega ekki þessa glæru sem ég hef mikið fyrir að afneita í matvöruverslunum. Júgúrtinu, eggjunum, sápunni, ávöxtunum, grænmetinu ... er troðið í í þessa gagnslausu poka.
Ég man svo sjaldan eftir því að taka innkaupanetið með í búðina. Eins gott að ég bý ein og get oft troðið innkaupunum í vasana og er líka orðin ansi fær í að raða vörunum saman á skipulegan hátt til að geta haldið á þeim án poka. Kannski einhver geti hannað franskan rennilás á nauðsynjavörur?

En grínlaust, finnst mér að matvöruverslanir ættu að bjóða upp á pappapoka, eins og í amerískum bíómyndum. Þannig er þetta líka í súpermörkuðum í Lúx, þar getur þú valið um pappa- eða plastpoka. Það er líka miklu þægilegra að raða vörunum í pappapoka.

Nafnlaus sagði...

Svo væri nú ekki úr vegi að hafa eina viku (ef það er ekki nú þegar) plastpokalausa með öllu. Ruslið bara beint í tunnurnar sem það á heima í.
Dagný litla

Nafnlaus sagði...

Munum að bæta því í krukkuna góðu eftir páska!
Rúna Bj

Margrétarblogg sagði...

Hvernig er með nýju vikuna, það er kominn 2. apríl..... verður ekki að draga nýjan miða ?
Ég hef ekkert verið með í þessu en ég hef haldið áfram að kaupa ekki neitt.... enda byrjaði ég 3 vikum seinna en þið.

Helen Sím. sagði...

Það voru deildar meiningar um það hvort það ætti ekki að taka páskafrí frá átökum en svo gleymdist bara að draga. Svo við erum sjálfkrafa í fríi núna.
Á laugardaginn keypti ég fyrstu hlutina, pollabuxur á Kjartan 3 ára (gat ekki sent hann aftur í leikskólann í götóttum pollabuxum) og þá fann ég þessa líka fínu skó á mig sem munu endast vonandi lon og don. Það var á dagskrá hjá mér að kaupa skó, eins og ég skrifaði einhvers staðar hér á blogginu geng ég alla mína skó út.
Daginn eftir að átakinu lauk varð ég að taka þátt í gjöf handa nýfæddu barni í vinkvennahópnum. Ég þorði ekki öðru, þær hefðu eflaust hlegið að mér annars.
kv. Helen

Gunna sagði...

Ég var að kíkja á teljarann. Það kom mér verulega á óvart hvað hann telur hrikalega hratt. Ég styð það að nota margnota poka í staðinn. Það er svo hugsunarlaust sem við setjum allt í poka. Þegar verið er að versla eitthvað smáræði eins og í apóteki eða snyrtivörubúð er alveg hægt að afþakka pokann og stinga beint ofaní töskuna sína eða bara með hinu sem maður er með. Svo munar okkur ekkert um að vera með innkaupapoka/tösku í bílnum - sem flestir eru á.
Kv
Gunna