miðvikudagur, apríl 11, 2007

Ég er merkjafrík

Ég vissi það ekki fyrr en um daginn, og það kom mér dálítið á óvart, að ég er merkjafrík.
Ég kaupi talsvert af grænmeti og finnst það bæði gott og hollt. Ég þarf hins vegar að leggja mig verulega fram til að vera viss um að grænmetið sem ég er að kaupa sé íslenskt. Um daginn var hins vegar í blöðunum verið að kynna merki sem tryggir að svo sé. Merkið er semsagt íslenski fáninn og síðan stendur líka ÍSLENSKT á viðkomandi vöru. Mér létti. Ég var nefnilega búin að kaupa tiltekið grænmeti í langan tíma í þeirri trú að varan væri íslensk (það var mynd af íslenskri konu sem allir þekkja, textinn á pokanum var allur á íslensku og svo stóð meira að segja að varan væri skoluð úr hreinu vatni, gott ef ekki íslensku) . Mér sárnaði þegar ég seint og um síðir áttaði mig á að þetta annars ágæta grænmeti var alls ekki sú vara sem ég taldi mig vera að kaupa.
Þess vegna fagnaði ég ákaft þegar ég sá "merki" á grænmetinu mínu, íslenskur fánaborði og stendur jafnvel frá hvaða gróðrastöð varan kemur. Ég er sannfærð um gæði innlendra matvæla og tel að við eigum að framleiða okkar eigin mat. Það hlýtur líka að vera umhverfisvænna en að flytja matinn um hálfan hnöttinn, fyrir utan það hvað hann hlýtur að vera ferskari úr heimahögum. Eða hvað finnst ykkur??

Ég er þessvegna stolt af því að tikynna að ég er MERKJAFRÍK þegar kemur að matvöru.
Látum ekki plata okkur.
KV
Gunna

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú jú, rétt hjá þér Gunna og lífrænt vil ég helst hafa það og þá er nú aldeilis hægt að grobba sig á merkjum! Grænmetið sem ræktað er hér er náttúrulega mun ferskara og mér finnst það líka betra á bragðið. Svo hlýtur líka að vera mun minna af eiturefnum (skordýraeitur og slíkt) í framleiðslunni hér en víða annars staðar.
Þó mér líði stundum hálf asnalega þegar ég heyri kaupum íslenskt auglýsinguna, þá geri það nú samt.
Og í tilefni grænmetisumræðunnar: Við drógum nýtt átak úr krukkunni í dag og ætlum að gerast grænmetisætur í viku, þ.e. 14. - 22. apríl.

Nafnlaus sagði...

Úff, hvernig skilgreinum við grænmetisætur? Þýðir það að við eigum að sleppa öllu kjöti, fiski, mjólkurvörum og eggjum eða hvað? Hef ekki neina reynslu á þessu sviði og bíð spennt eftir svarinu.
Kveðja Linda

Helen Sím. sagði...

Hver og einn verður að ákv. fyrir sig finnst mér. Ég ætla t.d. að borða fisk og sleppa kjöti þessa viku. Þeir allra hörðustu ætla kannski að sleppa afurðum dýra en ég ætla að borða það.
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Til eru þeir sem eru "vegan" og borða ekki neinar dýraafurðir, þ.e. ekki mjólkurafurðir, egg, o.s.frv.
Svo eru þeir sem eru "vegiterian" = gænmetisætur og borða dýraafurðir eins og mjólk og egg en ekki kjöt.
Ég gæti ekki hugsað mér að sleppa mjólk, jógúrti, osti ... en það verður lítið mál að sleppa rauðu kjöti, sé til með fiskinn.
Ég verð nú að segja mér finnst mun auðveldara að sleppa því að kaupa heldur en að sleppa því að borða.
En, við ættum að borða saman í næstu viku, aldrei að vita nema ég nenni að elda.

Gunna sagði...

Þetta var ekki minn uppáhaldsmiði í krukkunni, en . . . Ég segi eins og fleiri mjólkurmat mun ég borða og örugglega einhvern fisk ég ég skal vanda mig og einbeita mér að grænu fæði. Þetta verður sennilega og vonandi til þess á endanum að ég kemst aftur í eitthvað af gömlu fötunum mínum, allavega ættu þau að fara að fara mér betur ha, ha. Að öllu gamni slepptu þá finnst mér erfiðast að fá fjöldkylduna í svona átak. "Verður núna ekkert kjöt í matinn hjá okkur?" er spurt yfir öxlina á mér núna :(
Sjáum til hvernig gengur.
Kv
Gunna