laugardagur, mars 10, 2007

19. mars ... og hvað svo?

Já, nú eru ekki nema níu dagar eftir af góu! ... og hvað þá?
Verður einmánuður eyðslumánuðurinn mikli? Eruð þið búin að taka ykkur frí þann 19. til að eyða öllum deginum í búðum?

Eða hvað? Höfðum við ekkert upp úr þessu nema eymd og volæði í tvo mánuði?

Ég var að svara nokkrum spurningum á European compact fyrir grein sem á að birta á adbusters.org
Þar var m.a. spurt:
„How much longer do you think you'll last with the compact?“
Og þessu svaraði ég:
„As a group we decided to take one step at a time and chose to start with two months, two of the old Icelandic winter months, thorri and góa.
The support and company I have in our group is important to me, so we’ll see after the 19th of March how it goes.
It feels like cheating, though, if I was to stop after only these two months. Cheating on myself rather than anyone else! It’s not until recently I felt the need to buy something I did not because of the compact. So I think if was to go on for another two months it would start to make a real change in my live.
Whatever I decide, I definatly am not going back to consumerism like before the compact. These two months have had an impact and I certainly will think before I shop. I might adjust the compact to my own needs if none of my colleagues is prepared to continue the compact with me, but I don’t think I will stop after the two months.
I have been asked the question of cheating before – have none of you cheated so far? I don’t think this is a question of cheating or not. As long as we change the way we think about consumerism we are on the right track.“

En þið, hverju hefðuð þið svarað?

Það eru fleiri áhugaverðar spurningar í tengslum við þessa grein á Compact Europe. Hvet ykkur til að kíkja á Compact hópinn í Evrópu. Þið þurfið að skrá ykkur í hópinn til að geta lesið póst og þá getið þið líka svarað þessum spurningum.

Rúna Björg

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég las um þennan San Francisco-hóp í Mbl. í janúarbyrjun og ákvað (ásamt annarri sem vinnur með mér) að slá til og kaupa ekkert nýtt í 1 ár. Dálítið brattar vinkonurnar:).
Það er fyrst núna sem ég er farin að finna fyrir þessu - og ég tek það fram að ég keypti 60 ára afm.gjöf sem var ný - var ekki alveg búin að kveikja á því að þetta gilti LÍKA um gjafir :)
En hvað um það, framundan eru fermingar, utanlandsferð, fötin orðin dálítið gömul, vantar skrifborð (eða borðplötu) og svona mætti lengi telja. Það verður gaman að glíma við þessi verkefni því þannig lít ég á þetta - sem ögrandi verkefni því maður þarf að staldra við og HUGSA.
Ég á ekkert frekar von á að maður haldi út heilt ár – sjáum hvað setur – en hugsunarhátturinn hefur breyst til frambúðar hjá mér varðandi kaup yfirleitt og það finnst mér af hinu góða.
Ég vona að þið í hópnum haldið áfram - ég fylgist amk með hvað er að gerast og held áfram ótrauð.
Kveðja, Gústa

Rúna Björg sagði...

Ég er sammála þér, Gústa, það er einmitt þessi ögrun sem ég er nú fyrst að finna fyrir. Það er geinilega ekkert mál að sleppa því að endurnýja ekki neitt í tvo mánuði. Þess vegna finnst mér ég eiginlega að ég verði að láta reyna á þetta aðeins lengur.
En aðalatriðið er jú þetta breytta viðhorf til neyslu!
Kannski er rétt að taka aftur eitt skref og sjá svo til.
Rúna Björg

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra frá þér Gústa. Ég er dálítið búin að hugsa um framhaldið og er tilbúin til að halda áfram. Það er samt fjarstæða að ímynda sér að hægt sé að komast hjá því að kaupa nokkuð nýtt til lengdar. Ég varð t.d. að kaupa buxur á 14 ára son minn sem sprettur eins og nýáborið tún að sumri. Lét mér ekki einu sinni detta í hug að kaupa notaðar en velti því samt fyrir mér að nú væri ég sennilega að svindla.
Varðandi afmælisgjafirnar þá getur það verið snúið. Bróðir minn á afmæli í dag og ég gleymdi að undirbúa það fyrir helgina en hugsa að hann yrði ánægður með að fá tíma í nuddi. Ég veit að ég kynni að meta það.
Kv
Gunna

Helen Sím. sagði...

Gott svar hjá þér Rúna.
Viðtalið í heild er líka mjög gott.

Að halda áfram eður ei?
Ég held að þetta geti verið lífstíll með smá breytingum. t.d. verð ég að kaupa mér skó eftir átakið, mínir eru að vera búnir (nb. ég geng alla mína skó út - líka spariskó). Líklega kaupi ég eitthvað en ég mun svo sannarlega reyna að kaupa enga hluti af óþörfu og reyni eins og ég get að fá þá með öðrum leiðum. Og nota mína hluti meira og betur en áður.
Ég fór í Bónus í gær sem er ekki frásögu færandi nema að ég sneyddi hjá öllum vörum sem voru óþarflega mikið pakkaðar, keypti eins mikið ísl. eins og ég gat o.s.frv.
kv. Helen