laugardagur, mars 24, 2007

Vikan framundan

Um daginn drógum við um næsta átak sem á að standa í viku, 25. - 30. mars að báðum dögunum meðtöldum.
Yfirskrift þess er: að komast í gömlu fötin. Fólk er þá hvatt til að takast á við óheilbrigt líferni sitt (t.d. sælgætisát, sófaklessu) og reyna af öllum mætti að huga að heilbrigði.
Markmiðið er í sjálfu sér ekki að komast í gömlu fötin enda er vika engan veginn nóg í það :-)) og markmiðið ekki að léttast, heldur að hver og einn taki sig á í því sem honum finnst hann þurfa að bæta.
Á hverjum degi verður boðið upp á 10 mín. leikfimi (utandyra eða innandyra) í hádeginu fyrir starfsmenn Laugarnesskóla.

kv. Helen Sím.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu systir.
Þetta er nú reglulega hundleiðinlegt átak! Fyrst búðarsvelti og svo að taka á aukakílóunum!!! Gátuð þið ekki haft það skemmtilegra? Það er að koma vor! Þá er maður helst ekki með leiðindi. Þá væri hægt að spara mótororkuna og hvetja til að nota eigin orku eða strætó.
Ég verð ekki með frekar en fyrri daginn og ét eins og mér sýnist!
Blessuð!
Bryndís systir

Helen Sím. sagði...

Ef þú lítur neðar og lest færsluna "Næstu skref" þá eigum við eftir að spara mótororkuna í eina viku, klára matinn úr skápunum í eina viku, horfa ekkert á sjónvarp í eina viku o.s.frv.
Þetta var bara það var dregið upp úr kassanum.
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Ég hef heilmikið velt því fyrir mér hvernig ég ætti að snúa mér í þessari viku. Mér er ljóst að ég þarf að laga ýmislegt í mataræði mínu...

kv.Gunna

Helen Sím. sagði...

Já þetta var erfiður dagur. Held að það sé mun erfiðara að standast sælgætis og köku freistingar en verslunar freistingar.
Í Laugarnesskóla hefur sá siður skapast að þeir sem hafa verið í útlöndum koma með sælgæti í vinnuna. Og í dag var súkkulaði á borðum og ég á von á því að það verði fleiri daga nú í vikunni. En ég stóðst allar þetta og borðaði í staðinn þurrkaða ávexti.
Svo ætlaði ég bara að borða ávextí í 10- kaffinu og gleymdi mér og var búin að smyrja mér spelt skonsu og hrökkbrauð. Geri betur á morgun.
Svo var ég búin að lofa hreyfingu í hverju hádegi - en ég steingleymdi því.
Bæti þetta upp á morgun.
kv. Helen

p.s. þetta þykir ekkert sérlega sniðugt átak (alla vega hafa fáir skrifað hér)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta ágætt átak en það dugar engin vika í það. Ég er staðráðin í að komast í gömlu fötin mín aftur og þarf nokkur kíló til þess. Ég var nú alveg búin að gleyma mér í namminu í gær og tók utanaf súkkulaðibita, var áminnt og gaf annarri hann. Ég er búin að átta mig á því að sama hvað ég er ánægð með hann Sigga kokk þá hef ég enga þörf fyrir 2 heitar máltíðir á dag og kem því með skyrdós í hádeginu. Það verður eitthvað undan að láta !
kv Gunna

Nafnlaus sagði...

Sælar pæjur og gæjar
Mér finnst átakið í vikunni frábært þó svo að ég hafi ekki skrifað fyrr um það. En Helen mín, spelt skonsa og hrökkbrauð er nú enginn ólifnaður! Ég er enn að bíða eftir því að geta hjólað alla daga vikunnar en er að pína sjálfa mig til að lifa út þessa viku án þess að hækka yfirdráttinn, lagði nefnilega visakortið inn í banka og vona að það eigi eftir að rotna þar. Þetta hefur krafist þess að ég nýti hugmyndaflugið í fæðisvali, ég hef til dæmis uppgötvað að soðin hrísgrjón, hörfræ og sólblómafræ eru mjög góð saman en þessi blanda er ógeðsleg á misheppnaðan heimabakaðan pizzabotn (gerið var ónýtt og því var hann klesstur, harður og seigur). Nú er ég sum sé búin með allt gamalt úr frystinum svo ég get farið að hlaða þar inn ótrúlega hollu fæði eftir mánaðarmótin, þangað til verður eitthvað spennandi gert úr kræsingum sem er að finna í skápunum :) Hlakka til að heyra frá ykkur hinum ofurstrumpunum og sé ykkur vonandi hlaupandi í Elliðaárdalnum þegar snjóa leysir.
Kveðja Linda pinda pæ