föstudagur, mars 16, 2007

Bónustaskan

Ég má til með að setja inn ljósmynd af hinni snotru Bónustösku sem að hekluð var úr rúmlega 20 Bónuspokum af henni Guðrúnu.

Hittingurinn í gær var frábær og ég er spennt að sjá hvað "ritararnir" hafa um næstu skref að segja.


5 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Já takk fyrir síðast.
Þessi taska er algjör gullmoli. Góð myndin af henni. Það er augljóst að hún er hekluð úr bónusplastpokum.
kv. Helen

Rúna Björg sagði...

Taskan er snilld, Guðrún!
Já það var mjög gaman að hitta Margréti og ykkur öll í gær.
Ég er hálfnuð með ritgerðina um næstu skref semer innblásin af umræðum gærkvöldsins og st hana inn í fyrramálið!
Það er sko enginn uppgjafatónn í liðinu!
Rúna Björg

Margrétarblogg sagði...

Ég er ekki ánægð með hinar myndirnar svo að þetta er sú eina sem fær birtingu.
Ég hef hugsað um eina viku í einu sem að við ræddum í gær og ég held að enginn bíll í viku yrði það erfiðasta fyrir mig. Samt bý ég frekar nálægt vinnu og verslunum.... úps, hvað segir það mér !!!

Rúna Björg sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Rúna Björg sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.