sunnudagur, mars 11, 2007

Fótspor mitt á jörðinni

Ótrúlegar tölur!
Ef allir í heiminum myndu búa og lifa á sama hátt og ég, þyrftum við á 2.8 jörðum að halda ef við ætlum að lifa.
Á síðunni http://ecofoot.org/ má svara spurningum um lifnaðarhætti til að fá að vita hvað marga hektara af ræktuðu landi þarf til að framfleyta einni manneskju.
Ég nota sem sagt 5 hektara af landi. Venjulegur Ameríkani notar 9.57 hektara sem eru langstærstu "notendurnir" (af jörðinni) og Indverjar nota minnst eða 0,5 hektara. Ef Kínverjar notuðu jafn stóran hlut og Ameríkanar þá þyrftum við 25 jarðir. Hugsið ykkur bara.
Prófið síðuna og svarið í einlægni.

Ég er í sjokki!
Við verðum að breytast það er nokkuð ljóst.
Góða skemmtun!
Helen

p.s. mæli með http://adbusters.org/metas/psycho/mediacarta/rejected/ ótrúlegar góðar auglýsingar um áhrif markaðarins á okkur neytendur. Þið bara verðið að skoða þetta.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sniðug síða fyrir þá sem eru sjúkir í svona próf.
Nokkuð ljóst að við ættum að gerast grænmetisætur og kaupa meira lífrænt, óinnpakkað og í heimbyggð!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta bara sjokkerandi. Við höfum jú bara eina jörð.
Þetta með að kaupa í heimabyggð er mér hins vegar afar hugleikið. Mín grunnregla er sú að ef varan er framleidd á Íslandi þá kaupi ég það frekar en innflutt. Líka vegna þess að ég hef hugsað mér að búa hér áfram. Það er hins vegar stundum vandi að átta sig á sumum vörum þar sem látið er líta svo út að þær séu íslenskar. Jafnvel þó svo að það hafi aðeins verið skolað úr íslensku vatni.
KV
Gunna

Nafnlaus sagði...

Um helgina fór ég með alls konar dót í endurvinnsluna, föt, dagblöð, skó, húsgögn og dósir. Herlegheitin fylltu bílinn tvisvar! Og það undarlega er að það sér ekki högg á vatni, nóg drasl er eftir í geymslunni, í skápum og bara út um alla íbúð. Ef þetta er ekki hvetjandi til að halda áfram neysluspornun þá veit ég ekki hvað er það. Ég ætlaði að hætta í átakinu og sleppa beislinu fram af sjálfri mér en ég held ég haldi áfram að stíga á bremsuna, nú þegar ég sé að ekki er vanþörf á!!!!
Kveðja draslarinn úr Vogunum (Linda)

Nafnlaus sagði...

Það var lagið, Linda!