laugardagur, mars 17, 2007

Homo Consumus

Ég stenst ekki mátið að læða hér inn einu ljóði. Það fyrsta í ljóðabókinni Bónusljóð/33 % meira frá 2003 , e. Andra Snæ Magnason, er að finna hið frábæra ljóð, HOMO CONSUMUS ;

Frumeðli mannsins
var ekki veiðieðlið

i öndverðu fyrir daga oddsins
og vopnsins

reikuðu menn um slétturnar
og söfnuðu !
Þeir söfnuðu rótum
og þeir söfnuðu ávöxtum
og eggjum og nýdauðum dýrum

ég
nútímamaðurinn
sjónvarpssjúklingurinn
finn hvernig frummaðurinn brýst fram
þegar ég bruna með kerruna
og safna og safna og safna...

(Birt með góðfúslegu leyfi höfundar)

4 ummæli:

Rúna Björg sagði...

Það er nú merkilegt að þú skulir einmitt birta ljóð eftir Andra Snæ, við ættum eiginlega að fá leyfi hjá honum. Það getur varla verið mikið mál. Bónusljóðin hans eru flott. Ég á bókina, en finn hana ekki. Það væri gaman að lesa hana aftur. Skyldi ég hafa lánað einhverjum bókina?
Rúna Björg

Margrétarblogg sagði...

Ég er búin að biðja um leyfi. Bíð e svari.

Margrétarblogg sagði...

Leyfið er veitt

Vignir Ljósálfur sagði...

Hvað gerir frummaðurinn í mér þegar góu lýkur???