sunnudagur, apríl 22, 2007

Sjónvarpslaus vika

Já nú fer sjónvarpslausa vikan að byrja. Á Adbuster er sjónvarpslausa vikan frá 23. - 29. apríl, byrjar sem sagt á morgun. Þetta á eftir að vera sú vika sem mér á eftir að finnast erfiðust af öllum smátökum og stórtökum. Mér líður alla vega vel að hún byrjar ekki í dag („Ég ætla að hætta að drekka á morgun“ syndrome).
Kíkið á auglýsingar á Adbuster um sjónvarpsgláp - mjög góðar. http://www.adbusters.org/metas/psycho/tvturnoff/
Aftur spyrja einhverjir; „Hvers vegna sjónvarpslaus í viku?“ „Hefur það eitthvað með umhverfisvernd að gera?“
Það hefur kannski óbein áhrif á umhverfið því að við erum miklir neytendur og sjónvarpið er einn miðill margra sem dælir upplýsingum um vörur og vörumerki til okkar. Markaðsöflin eru mjög góð í að sannfæra okkur um að okkur vanti þetta og hitt með fallegum auglýsingum og við látum glepjast. Það má segja að þetta sé beint að markaðsöflunum. Það sparar orku, já Vignir og það sparar mikla orku ef það er ekki kveikt á flatskjánum.
Persónulega er að losa um „hálsólin“ sem ég er tengd við sjónvarpið - gera eitthvað annað og meira uppbyggjandi en að glápa

Á Adbuster er viðtal við Rúnu okkar Björgu Garðarsdóttur: http://adbusters.org/the_magazine/71/Breaking_the_Consumer_Habit_Living_the_Buy_Nothing_Life.html
Lesið það, fín grein.

Gangi ykkur vel í sjónvarpsleysinu.
Kv. Helen

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta verður gaman! Enda eru sum okkar búin að plana þessa viku lengi og með miklum kvíða. Það verður nóg að gera.

Mér finnst aðalatriði að sniðganga auglýsingar þessa viku - eða öllu heldur að reyna það. Það er víst alveg útilokað að nokkrum takist það hér í höfuðborginni.

Það hefur t.d. komið til tals að fara í bíó á hverju kvöldi. Það gæti gengið, en ég efast um að ég eigi eftir að sjá sjö myndir sem mér finnst eitthvað varið í, en ég er alveg til í að fara á góða mynd eða myndir í bíó. Við verðum þá að passa okkur að mæta ekki fyrr en eftir auglýsingar, annars missir smátakið marks.

Við ætlum að hittst og spila.

Við gætum farið í svona gamaldags heimsókn, þ.e. bankað upp á eftir mat eða óvart á matartíma. Það gerist ekki oft, ég þekki varla dýrabjölluna mína nema þegar ég á von á gestum.

Hvernig væri að fara í hjólaferð, fátt skemmtilegara en að hjóla niður í bæ á kvöldin. Já, og svo væri auðvitað rétt að bjóða upp á hjólaviðgerðarkvöld enda verður hjólað í vinnuna í maí.

Munið lestarátakið, þeir sem ekki eru nógu agaðir geta lesið saman.

Nú eru a.m.k. þrjár leiksýningar sem mig langar að sjá í vor, úff eins gott að nota tímann í það.

Fer ekki líka að koma tími á að hittast aftur á kaffihúsi?

Svo ætti nú að vera auðvelt að grafa upp einhverja uppákomu í tengslum við kosningarnar. Eiga borgarafundirnir ekki eftir að vera hér í Reykjavík?

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að hlakka til þesa smátaks og ætla mér ekk að flýja að heiman til að lifa það af. Ég hef hugsað mér að fara á bókasafnið og fá mér góða hljóðbók með handavinnunni minni. Mér finnst svo notalegt að hlusta á góða og vel lesna sögu. Ég gæti meira að segja hugsað mér að fá krakkanan mín með mér að velja sögu því þá eru meiri líkur á að þau vilji hlusta á hana með mér.
Gangi ykkur vel :)
Kv
Gunna

Nafnlaus sagði...

Blessaðar!

Fyrir nokkrum árum vorum við Hjalti með sjónvarpslausa sunnudaga. það gekk mjög vel í marga mánuði þar til við féllum einhverra hluta vegna. Við spiluðum og notuðum tímann í eitthvað annað en sjónvarpsgláp og það sem maður afrekaði á þessum tíma sem maður eyddi í sjónvarpið.

Við stefnum að þessu aftur. þvílíkt fúl að sjá ekki þetta átak fyrr.
kv.
Ragga

Margrétarblogg sagði...

Jæja, nú er hafinn þriðji sjónvarpslausi dagurinn. Ég finn það vel að ég hef notað sjónvarpið sem hvíldarstað en þegar þreytan fer þá situr maður áfram ! Ég hefi notað þessi kvöld til að undirbúa stórafmæli og því má segja að þetta "smátak" hafi varla geta komið á betri tíma ! Núna situr maðurinn minn við tækið en ég er að hlusta á Samfélagið í nærmynd frá því í morgun. Frétti af þorru og góu þar, ég bíð bara spennt.

Hvernig gengur hjá ykkur í "sollinum" í Rvík ?

Helen Sím. sagði...

Þetta hefur nú ekki verið eins erfitt og ég átti von á en ég hef líka haft mikið að gera. Fór út á mánudagskvöldið og í kvöld fékk ég matargesti. Í gærkvöldi fór ég snemma í háttinn, lagðist upp í rúm og fór að lesa. Mjög gott.
Ég kvíði þó helgarinnar svolítið. Vona að ég standist það að kveikja á sjónvarpinu.
kv. Helen

Margrétarblogg sagði...

Ég hef farið fyrr að sofa.
Fyrst eftir kvöldmat þá er ég lúin og mig langar til að leggjast í sjónvarpssófann. Núna hef ég bara slakað á og drukkið kaffi og spjallað við manninn minn og svo alltí einu er þreytan líðin hjá og þá get ég farið að aðhafast eitt og annað. Helgin verður ekkert mál.Ég er með veistlu á sunnudaginn í hádeginu og því nóg að gera.

Nafnlaus sagði...

Átt þú stórafmæli, Margrét?

Er sjónvarpsleysið ekki ágætis tilbreyting? Ég hlusta meira á útvarpið enda fínir þættir bæði á Rás 1 og 2 á kvöldin. Svo gæti ég líka sett á replay takkann á samfélaginu eða síðdegisútvarpinu - mér leiðist samt ekki nóg til þess!

Hvað við gerum í næstu viku? Í Laugarnesskóla ætlum við að vera með í Hjólum í vinnuna 2. - 22. maí. Spurning hvort við viljum taka bíllausa viku strax í næstu viku eða hvernig væri að taka hana 6. - 13. eða 13. - 20.? Mér líst eiginlega betur á það.
Svo þurfa auðvitað ekki allir að vera bíllausir, það eru ýmsar leiðir til að vera umhverfisvænni þegar kemur að samgöngum. Ég ætla t.d. að finna ráð til sparaksturs hjá Landvernd fyrir þá sem það vilja.
En aðalatriðið er náttúrulega að þessi smátök geri okkur meðvituð um áhrif okkar á samfélagið og umhverfið.

Nafnlaus sagði...

Hafið þið lesið "Veröld sem var"? Það er ævisaga Stefan Zweig. Ég las hana á dönsku á menntaskólaárum og þótti hún góð þá. Í gær fór ég hins vegar á bókasafnið og náði mér í hana á spólu. Það er enginn annar en Gísli Halldórsson sem les. Þökk sé sjónvarpslausu vikunni að ég gaf mér tíma til þessa. Nú get ég prjónað og hlustað. Halli minn vill ekki endilega viðurkenna það en hann hlustaði með öðru eyranu með mér í gærkvöldi.
Nú situr hann við sjónvarpið að horfa á frænku sína keppa í skólahreysti. Það er víst úrslitaþáttur. Til að freistast ekki til að gjóa augunum á skjáinn fór ég frekar í tölvuna!
Gangi þér vel með veisluna á sunnudaginn Margrét.
Kv
Gunna

Helen Sím. sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Helen Sím. sagði...

Til hamingju með stórafmælið Margrét.

Ég hélt að þetta yrði mikið erfiðari vika en hún reynist svo vera. Að vísu hefur verið mjög mikið að gera hjá mér, vinna, matarboð, fundur og svoleiðis. Rúna kom samt í kvöld og bjargaði kvöldinu. Við spiluðum Blanko (beið eftir að hún kæmi til að lesa þessar leiðbeiningar) og það var mjög fínt.

Strákarnir mínir hafa lítið sem ekkert horft á sjónvarpið. Á mánudaginn voru þeir í pössun og barnapían vissi ekkert af sjónvarpsleysinu svo sá yngri horfði. Hann hefur beðið um það nokkrum sinnum og við höfum bara púslað eða leikið við hann og hann hefur verið sáttur við það. Í fyrramálið gefst ekki tími til að horfa því að þeir fara í sund með frænku sinni.
Við eigum samt eftir að sjá hvernig helgin gengur fyrir sig. Það mun reyna meira á mig núna en ég læt mig hafa það.

Gangi ykkur hinum vel!
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Ég prófaði að fara inná ECOFOOT og skoða hversu vel ég stæði mig. Mér fannst ég bara standa mig nokkuð vel þangað til kom að leiðarenda í athuguninni. Það þarf samt 2 og hálfa jörð ef allir lifðu eins og ég. Mér brá við.
Annars hefur sjónvarpsleysið gengið átakalaust hjá mér. Ég veit samt ekki alveg hvernig helgin endar.
Kv
Gunna

Helen Sím. sagði...

Jæja, helgin næstum á enda. Frábær helgi, ekkert mál að vera sjónvarpslaus. Fann mér ýmislegt að gera, mér fannst ég líka taka lífinu með aðeins meiri ró. Var ekki að flýta mér að ganga frá eftir matinn til að ná þættinum sem var að byrja eða drífa drengina ofan í rúm til að geta farið að horfa. Batnandi konum er best að lifa. Já ég ætla að reyna að halda áfram með öðrum hætti. Velja e-ð sem ég vil gjarnan horfa á og sleppa öllu öðru. Ekki hanga fyrir framan kassann og taka því sem að höndum ber. Velja úr og njóta þess. Er það ekki bara málið. Ég veit að það eru margir sem gera það en það eru líka mjög margir sem gera eins og ég að setjast niður og horfa á hvað sem er. Fyndna er að ég saknaði einskis við að horfa ekki á sjónvarpið - engir þættir sem ég hef fylgst með að undanförnu eru þess virði að horfa á greininlega! Tíminn okkar hér í þessu lífi líður alltof hratt svo við förum ekki að eyða honum í sjónvarpsgláp , háfleygt ég veit en þetta er upplifun mín eftir vikuna, þar hafið þið það :-))

Best að fara að lesa!
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þér Helen. Ég er vön að hanga fyrir framan tækið nánast á meðan eitthvað er sýnt. Alla vikuna var mér alveg sama þó ég sæi ekki sjónvarpið. Um helgina vandaðist málið aðeins þegar ég sá að það yrði mynd með uppáhaldsleikaranum mínum og hélt að þar með myndi ég bara falla. Þegar til kom horfði ég á spaugstofuna (það var ákvörðun) og "missti" svo af hinu. Ég býst við að ég muni velja þá þætti sem mig langar að sjá og sleppa hinu.
Kv
Gunna