sunnudagur, apríl 15, 2007

Smátök

Í umræðum um átökin sem standa eiga í viku hver kom þetta snilldarorð upp: smátök.
Næsta smátak er s.s. að borða ekki kjöt, byrjar í dag og endar á laugardaginn næsta.
Þá er það spurningin: „Hvernig getur það verið umhverfisvænt að borða ekkert kjöt? “ Ég fletti þessu upp í ECOFOOT og þar segir að ástæðan sé að jurtafæði (ákvað að nota ekki orðið grænmeti því það á bara við grænmeti) krefst mun minna lands og orku. Jurtafæði sem kemur af ræktarlöndum notar einungis 0,78 hektara af landi á hvert tonn af mat. Dýraafurðir nota 2,8 hektara af landi á hvert tonn af mat.
Svo má alltaf deila um hvort þetta á alveg við aðstæður okkar hér á Íslandi. Hvað með villibráð? Er hún umhverfisvænni eða ekki? Læt ykkur um að svara því.
kv. Helen

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð samvinna, Helen, og ekki í fysta sinn sem við erum báðar að skrifa samskonar færslu inn á síðuna á sama tíma! Eins gott að við förum ekki í samkeppni í framtíðinni, gætu orðið blóðug átök!
En smátak líst mér vel á!

Margrétarblogg sagði...

Smátak finnst mér vera frábært hugtak !

Varðandi kjetið þá á ég fulla kistu af því og verð því ekki með. Það hefur lítið upp á sig þar sem að mengunarhættan er liðin hjá..........kindur þessar hættar að menga.....

Kjötframleiðsla og kjötframleiðsla er ekki alveg sami hluturinn. Ég ætla til dæmis ekki að bera saman lambaspörðin undir Eyjafjöllum og kúamykjuna í nautabúum í ammríku !!!!!

Ég er hins vegar að flokka gler, plast, umbúðir, blikk , dagblöðin og flöskurnar.

Gunna sagði...

Sammála þér Margrét. Það er mér í blóð borið þetta með kjötið, með kistu fulla af kjöti og fiski á mínu heimili. Enda komin af bændum í báðar ættir (sauðfjár- og kúabændum) og tel mér það til tekna. Ég er samt að reyna að standa mig. Ef vel gengur gæti ég jafnvel komist í "gömlu fötin mín aftur" ha, ha...
Kv Gunna

Nafnlaus sagði...

Mér fannst verslunarbannið ekkert mál en er búin að steingleyma mér aftur og aftur í þessu smátaki. Get sagt ykkur það að ég hef bara sjaldan lent í jafn fjölbreyttri matarveislu og þessa vikuna sbr. silung, saltað hrossakjöt, kjúklingarétt, pizzu af öllum mögulegum gerðum, eggjaköku og ég veit ekki hvað og hvað. Ætli ég verði ekki að skammast til að taka þátt í þessu grænmetisfæði seinna í sumar? Kveðja Linda óstöðvandi alæta

Nafnlaus sagði...

Ég er nú sammála þér, Linda, mér finnst mun auðveldara að sleppa því að kaupa en borða. Reyndar finnst mér ekkert mál að sleppa kjötinu, enda finnst mér margt betra en kjöt og ætli ég sé ekki glæpakona á Íslandi því mér finnst ekkert varið í lamdakjötið.
Nema hvað nú varð ég að kaupa þrjú ný sumardekk - fúlt!
En, ég hlakka til næsta smátaks. Eigum við ekki að taka sjónvarpslausa viku? Á adbuster er sjónvarpslaus vika í næstu viku.
Hjá okkur í Laugarnesi verður einmitt lestrarátak þá viku og svo er Viggi með plön um tíðar bíóferðir, við gætum hittst og spilað einhvert kvöldið og svo er kominn tími til að taka fram hjólin! Nóg annað að gera, en að glápa á sjónvarp.

Helen Sím. sagði...

Það er ekkert erfitt að mínu mati að sleppa kjöt, hef áður verið kjötlaus í einhver ár og ég er líka svo heppin að fjölskylda mín er alveg sátt við að borða ekki kjöt. Held að það gengi ekki endalaust fyrir kallinn en í svona stuttan tíma er allt í lagi. Mér til skelfingar mundi ég eftir árshátíðinni okkar í LNSK sem verður nú á föstudaginn og þar ætla ég að borða kjöt þrátt fyrir smátakið - borða fyrir ALLAN peninginn á þessari dýru árshátíð.

Mér líst mjög vel á sjónvarpslausa viku í næstu viku. Það verður nokkuð erfitt hjá mér því Sveinn fer til útlanda og ég er algjör sjónvarpsSJÚKLINGUR. Það verður því örugglega boðið í spil heim til mín.

kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Ég mæti þá Helen í spilin :) er sjálf alveg óþolandi sjónvarpsfíkill og verð hreinlega að minna sjálfa mig á það stundum að það er til líf utan sjónvarpsins. Annars tefldi ég skák um daginn og það er eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg, mörg ár og er bara alveg þrususkemmtilegt, góð næring fyrir heilasellurnar. Einnig spilaði ég rússa og tveggja manna vist við hann karl föður minn í síðustu viku og pabbi malaði mig. Ég verð nú að segja að þetta endist mun lengur í minningunni en blessað sjónvarpsglápið sem er stundað næstum því hvert einasta kvöld á mínu heimili. Gleðilegt sumar og hlakka til að heyra í ykkur. Kveðja Linda.

Margrétarblogg sagði...

Í kvöld er svooo leiðinlegt í sjónvarpinu að ég kýs frekar að brjóta saman þvott á milli þess sem að ég dunda mér við myndvinnslu !!!
Ég er mjög tilbúin í sjónvarpslausu vikuna. Er að undirbúa stórafmæli þannig að ég mun hafa meiri tíma. Það sem gæti gert þetta erfitt, fyrir utan það að ég er sjónvarpsbúlimía, að maðurinn verður ekki með í þessu. Hann horfir alltaf á fréttir en er ekki samt sjónvarpsfíkill.

Helen Sím. sagði...

Já Margrét ég veit ekki hvernig fjölskylda mín á eftir að taka þessu, þ.e.a.s. strákarnir 3 og 8 ára. Á eftir að ræða þetta við þá. Kallinn horfir hvort eð er ekkert, nema að hann fari að taka upp á því núna.
kv. Helen