sunnudagur, apríl 15, 2007

Grænmetisvikan

Þá erum við búin að draga nýtt vikuátak og þessi miði kom upp úr krukkunni: "Grænmetisætur – það má komast að því á www.ecofoot.org að grænmetisætur nota mun minna landsvæði á þessari jörð en aðrir."
Við gerumst sem sagt grænmetisætur dagana 14. - 22. apríl, lítið mál - eða hvað?
Samtök grænmetisætna á Íslandi, það er auðitað málið þessa vikuna! Kíkið á heimasíðuna: www.dordingull.com/veg/
Ég setti fleiri síður hér til hliðar, kíkið á þær ef þið hafið áhuga.
Svo þreytist ég seint á því að segja fólki frá grænmetissendingunum frá Akri (sjá græni hlekkurinn í vistvænum innkaupum).
Á næstu grösum bjóða meira að segja upp á námskeið í lok mánaðarins, skemmtileg tilviljun að okkar vika er á þessum tíma!

Rúna Björg

Engin ummæli: