þriðjudagur, maí 01, 2007

Hjólað í vinnuna

Á morgun er fyrsti dagurinn í verkefninu hjólað í vinnuna. Ég er búin að mæla vegalengdina mína og hún er 3 km. Það eru 6 km á dag.
Á meðan mánaðarkort í líkamsrækt kostar sennilega 4-5000 kostar ekkert að ganga. Dálítið galið ekki satt! Reimum nú skóna eða tökum fram hjólahjálminn, ekki hjólum við án hans.
Af stað svo.
Kv
Gunna

9 ummæli:

Margrétarblogg sagði...

Ætli þetta verði jafn auðvel verkefni og ekkert sjónvarp?
Ég var að bíða eftir þessu "þrefalda" smátaki, því að það er svo auðvelt að hoppa upp í bílinn og keyra af stað frekar en að fara á hjólinu. Svo er nú pjattið í manni oft að trufla. Það er rigning, það er...... þetta og hitt.
Ég er svo heppin að hér á Selfossi er allt flatt svo að þetta er ekki svo erfitt. Var að hjóla aðeins í haust en veit ekki hvað þetta er langt hjá mér. Ég er í það minnsta korter að ganga þennan spotta.
Gangi ykkur vel.

Helen Sím. sagði...

Jæja, hjólið er tilbúið. Nýjar slöngur komnar í dekkin, átti nýjar slöngur sem ég keypti fyrir löngu en voru ekki komnar í. Allt „reddí“, nú er bara að fara þetta 5 mín fyrr af stað og hjóla á morgun.

„Ég berst á fáki fráum
fram um veg.....“

Ég keypti nýjan hlut í gær - dósapressu. Mjög sniðugt að mínu mati að minnka umfang dósanna á heimilinu, það er að vísu mikið um dósir á mínu heimili.

kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Þegar ég bjó á Selfossi sumar eitt fyrir nokkuð mörgum árum (og nú hljóma ég eins og leigubílstjórinn í 25 ár) þá var nú aldeilis gott að vera á hjóli.
Grínlaust - fannst mér þetta algjör hjólaparadís, fór allra minna ferða á hjóli eða í rútunni. Þá voru nú líka almeningssamgöngur á öðru plani en nú er -hmm- hvaða ríkisstjórn skyldi þá hafa verið við völd??
Ég hjólaði meira að segja eftir flugbreutinni einu sinni - frábær upplifun! Það þarf kannski ekki mikið til að gleðja mig en þetta var eiginlega alveg óvart.
Nú er heldur ekki sem verst að hjóla í Reykjavík, með tímanum kemst maður upp á lagið með að finna sér góðar leiðir

Nafnlaus sagði...

Ég var hálf spæld með fyrsta daginn hjá mér. Ég hef semsagt hugsað mér að ganga til og frá vinnu og þarf að ætla því tíma. Í morgun var ég hins vegar með lítið fósturbarn sem ég þurfti að fara með á leikskóla. Þetta gekk ekki saman. Ég byrja á morgun. Vona að ykkur hafi gengið vel. Það er annars ögrun að hafa rigningu fyrsta daginn, ha, ha...
Gunna

Nafnlaus sagði...

Ég drattaðist af stað eina ferðina enn hjólandi í vinnuna, í grenjandi rigningu. Það sem mér fannst erfiðast var að reyna að stýra framhjá aumingja ánamöðkunum sem voru út um allt á gangstígunum. Eina lausnin sem ég fann við þessu vandamáli var að glápa upp í loft eða fram á veginn. En svona til að hreykja sjálfri mér þá hjóla ég um 20 km á dag :) Kveðja Linda ormamorðingi

Nafnlaus sagði...

Vá dugnaðurinn í þér Linda. 20 km á dag. Ég vona bara að það rigni ekki á morgun. Það sem mér finnst verst við að ganga eða hjóla til vinnu er að koma regnblaut eða sveitt í vinnuna.
Ég held bara að ég fari með bænirnar mínar í kvöld...
Kv
Gunna

Nafnlaus sagði...

Já, Linda það versta við rigninuna þessa dagana eru ormarnir, ótrúlega mikið af þeim og hvað eru þeir eiginlega að þvælast upp á hjólastíga?
Kannski fer það líka að verða það eina vonda við rigninuna, það venst nefnilega ágætlega að hjóla í rigningu og pollagalla - finnst mér.

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að hjóla niður í bæ á kaffihús og hittast þar einhvert kvöldið?
Margrét, þú kemur þá á sparakstri yfir Hellisheiði - hvaða daga ert þú aftur hér í Reykjavíkinni, sendu okkur póst!

Helen Sím. sagði...

Það var ótrúlega frískandi að hjóla í vinnuna í morgun. Þurfti ekki að leggja af stað nema 5 mín. fyrr en þegar ég ek. Mjög ánægð með mig. Já ormarnir voru ansi margir á götunum í dag, fyrst sveigði ég framhjá þeim af fremsta megni en ég var farin að hjóla ansi skrikkjótt og hrædd um að ég yrði látin blása í blöðru af lögreglunni :-))
Mér líst vel á kaffihúsaferð.
Gunna það getur vel verið að ég hafi verið sveitt í vinnunni í dag en það sagði mér enginn frá því þá. Krakkarnir hefðu örugglega sagt eitthvað ef svo hefði verið og ég vona þið líka!
Svo er það nú ekki mikill farangur einn bolur, þvottastykki og roll-on.
Sjáumst á morgun á fákum eða tveimur jafnfljótum.