sunnudagur, maí 13, 2007

Vistakstur

Það er ekki leiðinlegt að hjóla í vinnuna, enda ekki löng leið.
Annars hef ég farið ýmsar aðrar ferðir á bílnum þessar tvær vikur, fór niður í bæ á bílnum um helgina. Það er eiginlega meira vesen en að hjóla, ég er örugglega fljótari að hjóla en að keyra. Kökurnar sem ég flutti á bílnum fóru líka út um allt svo það hefði kannski farið betur um þær á hjólinu.

Loksins fann ég upplýsingar um vistakstur á netinu. Þrælsniðugt - ég legg til að við tileinkum okkur vistakstur og smátak næstu viku verði vistvænt samgöngusmátaki.

Markmið mín eru þessi:
1. Hjóla allar styttri ferðir (vegalengdin fer eftir skapinu hverju sinni - bannað að keyra innan hverfis, en hjóla a.m.k. einu sinni milli sveitafélaga eða í úthverfin).
2. Tek strætó þegar hann fer nokkurn vegin beina leið á áfangastað.
3. Tek aðra með mér eða verð samferða öðrum þegar ég þarf að keyra á milli staða.
4. Les mig til um vistakstur og fer eftir þeim ráðum.

Á heimasíðu vistverndar er ágæt lesning um vistvænni samgöngur. http://www.landvernd.is/vistvernd/flokkar.asp?flokkur=1261

Eruð þið ekki til?

Rúna Björg

5 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Mér finnst svo sem ekkert leiðinlegt að hjóla í vinnuna en einhverra hluta vegna er ég ALLTAF að reyna að finna afsakanir fyrir því að fara frekar á bílnum. Mér finnst bara gaman að hjóla þegar ég er lögð af stað en það eru ýmsar ástæður fyrir því að mér finnsti ég verði að fara á bílnum, rigning, haglél, vindur, þarf að koma við á heimleiðinni (samt í leiðinni) o.s.frv. Líklega er það fyrst og fremst hugsanagangurinn sem þarf að breytast. Ég er mjög vön bílnum og það er mjög auðvelt að venjast honum. Alla vega ég hef enn ekki látið eftir mér að fara á bílnum vegna þessara afsakana. Einungis einu sinni hef ég þó farið á bílnum en það var ekki annað hægt - ekkert annað í stöðunni. ´
Ég er mikið til í að læra vistakstur - ætli það sé hægt að fá stutt námskeið fyrir lítinn hóp fólks?

kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Sammála þér Helen. Mér finnst oft erfitt að fara af stað. Stundum eru þó þær aðstæður að ég verð að fara á bílnum. Hættan er þó oft sú að maður búi sér til þarfir. Maður er bara ekki fullkomnari en þetta.
Gunna

Unknown sagði...

Ég dásama enn hjólið mitt og elska bara að hjóla í og úr vinnunni. En að sama skapi verð ég alveg brjáluð þegar jeppakarlar og -kerlingar fatta hvað þau eru á stórum bílum og halda að það gefi þeim leyfi til að planta bílunum þvers og kruss um allar gangstéttar. Mér er skapi næst að taka upp húslyklana mína og rispa bílana þegar þeir hindra för mína eftir gangstéttunum. Rétt næ að hemja mig en það er tæpt. Svo fyllist ég stolti af sjálfri mér því í dag verð ég búin að hjóla 220 km síðan 2. maí. Um daginn datt mér í hug að lengja leiðina heim til mín því veðrið var gott, eins og 10 km aðra leið sé ekki nóg. Ég hjólaði af stað inn í Heiðmörk en komst að því að það tilraun til sjálfsmorðs að hjóla þar, bílarnir þeystu áfram malarveginn á 100 km hraða meðan hjartað í mér sló 1000 slög af hræðslu í vegkantinum. Ég beygði því snarlega inn á næsta afleggjara sem leiddi mig á endanum á einhvern reiðstíg sem ég mátti reiða hjólið mitt eftir í dágóðan stund. Á þessum tíma var ég svo gjörsamlega áttavillt því ég sá ekki niður í bæ, bara efstu húsin í Sala-eða Kórahverfinu, að ég hringdi í Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur til að lóðsa mig niður í bæ. Já, já af einhverjum ástæðum kaupum við flugelda af þessum sveitum. Tæpum tveimur tímum eftir að ég lagði af stað úr vinnunni renndi ég í hlað heima hjá mér, alsæl en drulluþreytt. ps. Bara djók þetta með björgunarsveitina.

Kveðja Linda hjólaóðakona

Margrétarblogg sagði...

Annað mál. Eruð þið búin að skoða Gróandann ?
Ég fletti blaðinu úti í búð en læt mér ekki detta í hug að kaupa blaðið.
Ég sendi þeim myndir á sínum tíma, það kom engin "kvittun" ekki eitt takk fyrir. Svo sé ég blaðið og það er búið að klippa töskuna úr myndinni. Það er ok, bakgrunnurinn var brúnn.... en það er hvergi tekið fram hvaðan myndin kemur sem er nú siðvenja í blaðaútgáfu ! Ég hef tekið betri myndir en mér finnst þetta nú ekki í lagi að gera svona.
mbk margrét

Nafnlaus sagði...

Já, ekki nógu gott mál, Margrét. Það eru nú sjálfsögð kurteisi að geta höfunda mynda og þakka fyrir þær.
Myndin var fín og greinin fannst mér líka góð.

Annars fengum við Helen blaðið hjá vinnufélaga okkar. Hann tengist einhverjum hjá Gróandanum.