fimmtudagur, maí 03, 2007

Ég er bænheit ...

Mér finnst ég vera bænheit. Að minnsta kosti gekk það vel eftir að hafa beðið um gott veður í dag þegar ég ætlaði að byrja að ganga. Minn fyrsti dagur og gekk 4,6 km. Er svo að fara í göngu með vinahópi í kvöld. Útgengin fer ég líklega í rúmið í kvöld.
Kv
Gunna

7 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Já, Vignir segir það að hugsanir okkar geti haft áhrif á umhverfið.
Mér finnst ekkert mál að hjóla á morgnana en á daginn áður en ég fer heim kemur „nenni ekki“ hugsunin upp í hugann en svo hverfur hún þegar ég stíg á hjólið. Ég er ekki nema 13 mín að hjóla þetta.
Á morgun þarf ég að sækja strákinn minn og fara með hann í Laugarnesskóla til að fara á básúnuæfingu. Það er ekki hægt að hjóla með básúnuna svo ég ætla að hjóla í vinnuna á morgun og heim aftur en taka svo bílinn, strákinn og básúnuna aftur í Laugarnesskóla.
Maður lætur ekkert svona aftra sér.
kv. Helen

Gunna sagði...

Það var lagið Helen. Áfram, áfram !
KV. Gunna

Nafnlaus sagði...

http://fanney.blog.is/blog/fanney/ ákvað að setja þennan link hér inn... því þetta er kona að ykkar skapi... spilar fimbulfamb af miklum móð. Maður finnur ýmislegt á netinu í próftíð ... svo mikið er víst.

Kveðja Sigurlaug

Helen Sím. sagði...

Af hverju finnst mér erfiðara að hjóla heim úr vinnunni en í vinnuna. Getur einhver sagt mér það?
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Tja, mér finnst erfiðara að hjóla heim til þín en frá þér. Það er náttúrulega meira upp á móti.
En það venst að hjóla heim úr vinnunni, mér fannst það líka fyrst, samt er meira niður á móti á leiðinni heim til mín úr vinnunni.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst sjálfri miklu skemmtilegra að hjóla heim en í vinnuna. Þá leyfi ég mér að slæpast á leiðinni og dúlla mér og er búin að lofa sjálfri mér því að taka aukarúnt upp í Heiðmörk á leiðinni heim einn góðan veðurdag. Það eru stórar brekkur á leiðinni hjá mér í báðar áttir þannig að ekki eru það þær sem valda því að mér finnst skemmtilegra að hjóla heim. Í morgun setti ég nýtt hraðamet í vinnuna og það fyndna er að ég var svo sannarlega ekkert að reyna að fara hratt yfir, fattaði það bara þegar ég stimplaði mig inn að ég var tæpan hálftíma að hjóla þessa 1o km. Ótrúlega skemmtileg byrjun á deginum :) og ekki skemmdi veðrið fyrir. Gangi ykkur vel í átakinu og munið að 10 mínútur úti að hjóla gera það að verkum að þið getið borðað spikfeitt selkjöt samviskulaust!

Gunna sagði...

Ég geng - og það er einhvernvegin þannig að mér finnst lengra heim. Ég tek tímann á mér og ég er ekki lengur heim... Ég skil eiginlega ekki af hverju ég geri þetta ekki alltaf. Ég er virkilega hressari þegar ég kem í vinnuna gangandi. Annars hef ég tekið tímann og sé að ég er orðin fljótari núna en í byrjun. Bara gaman.
Gunna