sunnudagur, maí 13, 2007

Nú er ég í vondum málum ... vantar kúst og skrúbb

Nú er það svart! Ég þarf að kaupa kúst og skrúbb fyrir húsfélagið. Mér finnst ómögulegt að falla á kaupleysinu af því það vantar kúst og skrúbb í þvottahúsið. Ætli það séu ekki til 27 kústar og skrúbbar í blokkinni sem hægt er að taka með niður í þvottahús þegar á þarf að halda.

Ég er sem sagt í æsispennandi leit að notuðum kústi og skrúbbi fyrir húsfélagið. Er nú þegar með kúst í sigtinu, á hann vantar að vísu skaft.

Rúna Björg

3 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Hey hvernig fór með kústinn og skrúbbinn. Því miður var ég ekki aflögu fær. Á bara einn kúst og eina moppu. Ég hef endurnýjað hausinn á kústinum tvisvar sinnum held ég.
kv. Helen

Nafnlaus sagði...

Tja, ekkert að frétta af þeim málum. Ætli ég ætti ekki að fara að koma mér út í búð og kaupa hjá Blindrafélaginu. Það er þó allavega félag sem ég er til í að styrkja með kaupum hjá því.

Nafnlaus sagði...

Sko til, mér tókst að grafa upp notaðan og nothæfan kúst og skrúbb. Þeir biðu spenntir eftir nýju hlutverki í skúrnum í Katlagili og una sér vel í þvottahúsinu hér í fjölbýlinu.
Vona að Katlagilseigendur séu sáttir við söluna og íbúar hér njóti þeirra!