föstudagur, júní 15, 2007

Chuck out your bin


Chuck out your bin
Originally uploaded by melong
Datt í hug að benda ykkur á þennan náunga sem hefur ekki þurft að láta hirða hjá sér sorp í tíu ár ! Geri aðrir betur.
Ég sá þetta í blaði um daginn þegar ég var í Bretlandi. Þvílík sóun þar á hótelinu. Nýtt plastglas á hverjum degi og pakkað inn í plast þar að auki. Ég var í fjórar nætur á þessu hóteli og fékk nýtt handklæði daglega !!! Hitt hótelið sem að ég var á , sá sóma sinn í því að leyfa manni að nota sín handklæði í meira en eitt skipti.

Þið getir lesið grein eftir þennan gaur hér:

http://www.belfasttelegraph.co.uk/features/daily-features/article2623978.ece?service=print

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá!
Vona að fleiri lesi þessa grein. Eftir lesturinn hljóta allir að sjá að það eru ekki nema mörg smáatriði sem þarf til að minnka heimilissorpið svo um munar.
Fyrir nokkrum árum var hægt að koma með mjólkurflöskur í súpermarkaði í Luxembourg og fylla á eigin flöskur. Ég veit ekki hvort þessu var hætt.
Ætli sé langt í að við getum farið með eigin ílát í búðir hér heima og fyllt á?