sunnudagur, september 30, 2007

Er haustið tíminn?

Er ekki haustið einmitt tíminn! Þarf nokkuð að bíða eftir jólum og áramótum til strengja heit? Ég er alla vega til í sníðugt verkefni núna. Ég verð kannski alveg púuð niður ef ég sting upp á því að fara aftur í algjört kaupbann, en við eigum fullt af góðum hugmyndum sem við eigum eftir að prófa. Ég á enn krukkuna góðu með smátökum sem væri gaman að pófa.
Ég er líka alveg til í aitthvað annað, kannski leshóp um ákveðið málefni? Hvað segið þið hin?
Rúna Björg

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kaupbann eða ekki kaupbann...
Ég fór á Stellufund í gær (Stellurnar eru ekki saumaklúbbur) og þar rigndi yfir mig spurningum þegar heyrðist að ég hefði verið á fatakynningu. Ha, hva, máttu kaupa? Hvað sem við munum gera í framhaldinu þá er ljóst að ég hugsa mig um áður en ég kaupi mér eitthvað.
Gunna

Margrétarblogg sagði...

Er ekki lag á að taka aftur kauplaust tímabil e áramót ?
Ég hef ákveðið að búa til og eða kaupa hér á Selfossi. Ekki neinar verslanamiðstöðvar í ár fyrir mig...

Ég er líka til í hitting....hvað segja höfuðstöðvarnar ?

Nafnlaus sagði...

já það líst mér vel á - bæði engar verslunarmiðstöðvar og enn betur á hitting.
Ættum að finna dag í næstu viku!

Margrétarblogg sagði...

Fann grúppu á flickr sem heitir; "throw away society"
http://www.flickr.com/groups/throwaway-society/

kannski fólk hafi áhuga á því að kíkja þarna inn á myndir og umræður.

Hvað með hittinginn ?

mbk frá Selfossi