þriðjudagur, september 18, 2007

Munið bíllausa daginn!

Hm .. Væri ég til í að vera bíllaus? Senilega ekki alveg, en umferðin pirrar mig meir og meir, sérstaklega þegar ég keyri. Umferðarteppa er víst ekki til á Íslandi, enda allir bílar á ferð.

En hvernig væri einn dagur án allra einkabíla. Það væri ég til í að upplifa. Næsta laugardag (22. sept) er hinn árlegi bíllausi dagur. Hér getið þið lesið meira um hann:

http://adbusters.org/blogs/World_Carfree_Day_2007.html

Á þessari slóð eru líka linkar inn á fleiri spennandi bíllausar slóðir.

Hlakka til laugardagsins - hugsið ykkur ef allir tækju þátt!

Rúna Björg

1 ummæli:

Helen Sím. sagði...

Heil og sæl
Ég stóð mig ekki vel á bíllausa deginum. Skottaðist á milli búða á honum.... úps ekki gott, alls ekki gott.
Farin að kaupa á fullu og keyri um allt. Nú þarf átak!
kv. Helen