sunnudagur, september 23, 2007

Jólagjafir

Já það er ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Til að við neyðumst ekki til að hlaupa niður á Laugarveg á Þorláksmessu og kaupa ýmislegt ónauðsynlegt dót í jólagjöf er ágætt að fara að huga að þeim. Fara að prjóna úr öllu garninu sem til er, bródera í handklæðin sem við keyptum fyrir löngu og ætluðum alltaf að bródera í, setja klukkuna saman sem var alltaf á dagskránni, klára barnapeysuna sem var hálfkláruð og gefið annari frænku en upphaflega stóð til o.s.frv. o.s.frv.
Kíkið í skápana!
kv. Helen

3 ummæli:

Unknown sagði...

Þörf áminning, ég var alveg búin að pakka öllu saman. Takk kærlega fyrir að minna mig aftur á náttúruna og náttúruvernd Helen. Og takk fyrir sundið í gær :)

Nafnlaus sagði...

Okkur ætti ekki leiðast í vetur - alla vega ekki fram að jólum!

Nafnlaus sagði...

... og þessi nafnlausa er ég - Rúna Björg