miðvikudagur, júlí 11, 2007

„Kauplaust sumarfrí“

Nú er ekki mikið um að vera hér á síðunni okkar, enda öllum kennurum skipað í frí á þessum árstíma.

Kannski höfum við öll ákveðið taka þátt í smátakinu „drögum úr notkun rafmagnstækja“ og lesum hvorki póst né blogsíður í fríinu? – Ég efast um það, en munið að taka öll rafmagnstæki úr sambandi þegar þið farið í frí! Já, og afpanta blöðin! Hugsa sér hvað safnast mikið rusl á einu heimili á stuttum tíma, meira að segja þó umhverfissóðarnir séu að heiman.

Ég er nýkomin heim frá Lúx, en þar átti ég heima í 16 ár. Þetta var aðeins öðruvísi ferð en vanalega, enda keypti ég enga hluti á „bannlistanum“ í ferðinni. Ég var t.a.m. aðeins lengur að pakka en venjulega. Áður var ekkert mál að pakka, skildi skóna, peysuna eða buxurnar eftir heima ef ég var ekki viss hvort þær ættu að fara með „æ, ég kaupi þá bara nýtt.“ Það var auðvitað ekki tekið gilt í þetta sinn.

Nú eru Lúxarar farnir að selja plastpoka í súpermörkuðum, eins og við gerum. Munurinn er bara sá að hjá þeim virkar þetta. Það er bókstaflega enginn sem kaupir plastpoka, allir koma með innkaupatöskur eða körfur. Þetta er umhverfisáróður í lagi, enda eru pokarnir sem eru seldir með áletruninni „ég gleymdi eco pokanum mínum aftur.“ Svínvirkar hjá þeim, einhverra hluta vegna. Kannski byrjuðum við of snemma að selja plastpoka í búðum hér heima og of fáir meðvitaðir um umhverfismál á þeim tíma. Alla vega vöndum við okkur á að kaupa pokana. Eða er okkur bara sama, bæði um plastið og krónurnar sem þeir kosta?

Mæli með því að þið lesið greinina Chuck out your bin sem Margrét setti hér inn í síðustu færslu!

Rúna Björg

Engin ummæli: