fimmtudagur, júlí 12, 2007

Fair trade búð á Laugaveginum - til lukku!

Fór í Fair tade búðina á Laugavegi 20b. Hún er eiginlega við Klapparstíg, við hliðina á Næstu grösum.
Þar er hægt að kaupa kaffi, krydd, olíur, súkkulaði og fleiri matvörur, ferlega flott matarstell, hjólakörfur og alls kyns smádót. Aldrei að vita nema ég fari þá að kaupa annað en mat á næstunni.
Fair trade er einmitt eitt af smátökunum okkar sem hefur ekki enn komið upp úr krukunni góðu.
Kíkið í búðina í góða veðrinu! Hér er umflöllun um hana á vísi.is:
http://www.visir.is/article/20070629/LIFID01/106290116&mrt=2

Rúna Björg

1 ummæli:

Margrétarblogg sagði...

Spennandi !
Must að kíkja á hana í næstu bæjarferð......