þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Buy nothing day

Þann 24. nóvember er... ja hvað eigum við að segja KAUPLAUSI DAGURINN (Nei við erum ekki að fara að vinna frítt) eða eigum við frekar að kalla hann "VERSLUNARLAUSI DAGURINN". Hvað um það þetta er alþjóðlegur dagur þar sem við neytendur verslum ekkert.

Á síðunni http://adbusters.org/home/ má sjá mjög merkilega auglýsingu um þennan dag og neyslusamfélagið og það merkilega er að MTV neitar að birta þessa auglýsingu þrátt fyrir borgun.
Mæli með því að þið kíkið á síðuna og horfið á þessa auglýsingu sem og aðrar sem adbuster hefur framleitt en fær ekki birtar vegna hagsmunaárekstra viðskiptafélaga sjónvarpsstöðva. Það er sem sagt í fínu lagi að ljúga öllum andsk... í okkur en ekki í lagi að koma sannleikanum á framfæri - í svona samfélögum lifum við, þeir sem eiga mestan peninginn (fyrirtækin) geta haft áhrif á hvaða auglýsingar eru birtar í sjónvörpum.
Góðan kauplausan dag næstkomandi laugardag.

Kv. Helen Sím.

1 ummæli:

Rúna Björg sagði...

Já það er svo sannarlega í lagi að birta bera kroppa og þvíumlíkar fyrirmyndir á skjánum svo lengi sem það heldur blekkingarvélum kapitalismans gangandi!
Ég verð með á laugardaginn, ekki spurning! Legg til að við horfum heldur ekki á glansmyndirnar og auglýsingarnar í sjónvarpinu.