föstudagur, október 26, 2007

ScraphouseÉg rakst á þetta verkefni í vikunni og varð alveg himinlifandi því að smíða hús úr afgöngum hefur verið draumur minn í nokkur ár.
Hins vegar þá get ég ímyndað mér að byggingareglugerðir í San Fransisco séu eitthvað frábrugnar þeim íslensku en hvað um það þetta er frábært framtak.

Mikið væri gaman að prófa þetta á Íslandi... !!!!!

Næsta verkefni Þorra og Góu ?
Sumarverkefni ? Sumarbústaður undir Eyjafjöllum byggður úr afgöngum ?

Nánari upplýsingar um verkefnið hérna

1 ummæli:

Rúna Björg sagði...

Ég væri til í svoleiðis tilraun! Það er nú heldur betur í anda íslenskrar byggingarhefðar, voru timburhúsin ekki byggð úr rekaviði, skipsflökum og öðru því sem til féll hér áður fyrr. Hús voru einangruð með dagblöðum og slíku fram á 20. Það mætti t.d. einangra með gömlum ullarteppum og peysum - grínlaust.
Spennandi hugmynd!