laugardagur, janúar 26, 2008

Þorrinn

Jæja þá er stundin runnin upp, bóndadagur var í gær og þorrinn byrjaður.
Einhverra hluta vegna er ég ekki eins uppveðruð yfir þessu átaki okkar að kaupa enga nýja hluti eins og í fyrra. Ástæðan er eflaust sú að ég hef dregið úr þessu neyslubrjálæði í heildina. Þó svo að ég hafi keypt nýja hluti eftir að átakinu lauk í fyrra þá er ég meðvitaðri um það sem ég kaupi og spyr mig gjarnan um nauðsyn hlutarins sem ég held á í versluninni. Það var auðvitað markmiðið með átakinu í fyrra.
Gangi ykkur vel í kaupbindindinu þið sem ætlið að þreyja þorrann og góuna með mér og fleirum.
Með bestu kveðju Helen Sím.

2 ummæli:

Margrétarblogg sagði...

Ég er líka rólegri en í fyrra. Maður miklar þetta ekkert fyrir sér.
Reyndar var neyslupúkinn búinn að vera að bögga mig í vetur þannig að gott er að endurnýja þessa góðu reynslu frá því í fyrra.

Nafnlaus sagði...

Ég segi sama og þið. Mér finnst ég vera þokkalega meðvituð og kaupi yfirleitt ekki annað en það sem vantar. Er þess vegna ekki sérlega tendruð núna. Annars er ég nokkuð stolt yfir því að hafa fengið nýja ruslatunnu við húsið. Það er svona endurvinnslutunna þar sem setja má bæði dagblöð og fernur ásamt ýmsum öðrum endurvinnanlegum varningi. Næsta alvöru skrefið í mínu lífi verður þegar kominn verður safnkassi í garðinn. Það þarf samt að verða sameiginleg ákvörðun í húsinu!
Gangi ykkur vel.
Gunna