miðvikudagur, janúar 02, 2008

Eigum við aftur.....

...að fara í verslunarbindindi þegar þorrinn gengur í garð og þar til góunni lýkur. Sem sagt eigum að þreyja þorrann og góuna aftur. Hverjir eru með?

Lýsing frá því í fyrra á tilganginum
Hér er á ferð hópur sem ætlar að strengja þess heit að fara í verslunarbann - frá því Þorrinn byrjar og þar til Góunni lýkur. (árið 2008 frá 25. janúar - 24. mars 2008, ath. að ég er ekki viss á dagsetningunum)

Tilgangurinn er að segja markaðsöflunum stríð á hendur, gerast umhverfisvænni, spara peninga og draga úr "hlutaveiki og græðgisvæðingu".

Reglurnar eru:
má kaupa mat, hreinlætisvörur, lyf og öryggisvörur.
Annað má kaupa NOTAÐ eða fá á skiptimörkuðum.

Með bestu kveðju
Helen Sím.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er til!
Ætla samt að setja mér mínar eigin reglur. Er að hugsa um að fara á útsaumsnámskeið og þá ætla ég að sjálfsögðu að saumu úr öllu því sem ég á og aðrir vilja selja mér "notað" eða ljúka við handavinnu sem arðir hafa gefist upp á, en kaupi samt það sem ég þarf nýtt í lítilli einkarekinni verlsun á Laugaveginum.
Mínar reglur eru sem sagt þessar: Þegar nauðsynlega þarf að kaupa nýtt skal kaupa hjá "kaupmanninum á horninu" af smáframleiðendum sjálfum, af listamönnum og handverksmönnum eða fair trade vörur.

Nafnlaus sagði...

Þetta má samt ekki verða árlegur viðburður til að hreinsa samviskuna eftir jólabruðlið.

Margrétarblogg sagði...

Ég er sko til. Hef frekar gert ráð fyrir því en hitt. Ég þarf á þessu að halda því að mér finnst sem efnishyggjumanneskjan í mér hafi sótt á er á leið haustið.......

Nafnlaus sagði...

Hafið þið nennu til að rúlla á Selfoss á sellufund ?
Svona til að stilla saman strengi okkar ? Stingið upp á dagsetningu...

Margrétarblogg sagði...

Það er ég sem er nafnlaus hér á undan...

Nafnlaus sagði...

Þú fyrirgefur Margrét en ég er svo mikil raggeit að ég vildi nú helst sleppa því að fara austur fyrir fjall í þessari færð. Ég er alveg til í að koma þegar færðin skánar.
kv. Helen