Jæja þá er stundin runnin upp, bóndadagur var í gær og þorrinn byrjaður.
Einhverra hluta vegna er ég ekki eins uppveðruð yfir þessu átaki okkar að kaupa enga nýja hluti eins og í fyrra. Ástæðan er eflaust sú að ég hef dregið úr þessu neyslubrjálæði í heildina. Þó svo að ég hafi keypt nýja hluti eftir að átakinu lauk í fyrra þá er ég meðvitaðri um það sem ég kaupi og spyr mig gjarnan um nauðsyn hlutarins sem ég held á í versluninni. Það var auðvitað markmiðið með átakinu í fyrra.
Gangi ykkur vel í kaupbindindinu þið sem ætlið að þreyja þorrann og góuna með mér og fleirum.
Með bestu kveðju Helen Sím.
laugardagur, janúar 26, 2008
miðvikudagur, janúar 02, 2008
Eigum við aftur.....
...að fara í verslunarbindindi þegar þorrinn gengur í garð og þar til góunni lýkur. Sem sagt eigum að þreyja þorrann og góuna aftur. Hverjir eru með?
Lýsing frá því í fyrra á tilganginum
Hér er á ferð hópur sem ætlar að strengja þess heit að fara í verslunarbann - frá því Þorrinn byrjar og þar til Góunni lýkur. (árið 2008 frá 25. janúar - 24. mars 2008, ath. að ég er ekki viss á dagsetningunum)
Tilgangurinn er að segja markaðsöflunum stríð á hendur, gerast umhverfisvænni, spara peninga og draga úr "hlutaveiki og græðgisvæðingu".
Reglurnar eru:
má kaupa mat, hreinlætisvörur, lyf og öryggisvörur.
Annað má kaupa NOTAÐ eða fá á skiptimörkuðum.
Með bestu kveðju
Helen Sím.
Lýsing frá því í fyrra á tilganginum
Hér er á ferð hópur sem ætlar að strengja þess heit að fara í verslunarbann - frá því Þorrinn byrjar og þar til Góunni lýkur. (árið 2008 frá 25. janúar - 24. mars 2008, ath. að ég er ekki viss á dagsetningunum)
Tilgangurinn er að segja markaðsöflunum stríð á hendur, gerast umhverfisvænni, spara peninga og draga úr "hlutaveiki og græðgisvæðingu".
Reglurnar eru:
má kaupa mat, hreinlætisvörur, lyf og öryggisvörur.
Annað má kaupa NOTAÐ eða fá á skiptimörkuðum.
Með bestu kveðju
Helen Sím.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)